Linda Ben

Súkkulaði kaffikaka með karamellu og rjómaostakremi

Recipe by
2 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Te og Kaffi

Súkkulaði kaffikaka með karamellu og rjómaostakremi er kaka sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara.

Botnarnir eru bleyttir með ljúffengu kaffi svo þeir verða alveg svakalega djúsí og góðir. Á milli botnanna setur maður svo rjómaostakrem og karamellu sem passar alveg svakalga vel með súkkulaði-kaffi botnunum.

Eins og vanalega þá eru við ekki að flækja þetta neitt að óþörfu, enda algjör óþarfi að flækja einfalda góða hluti. Þess vegna notaði ég kökumixið mitt, ljúffengu súkkulaðiköku þurrefnablönduna frá Lindu Ben. Maður þarf 3 egg, 1 dl vatn og 1 1/2 dl af bragðlítilli olíu til að útbúa botnana.

Botnana bleytir maður svo með Java Mokka kaffi frá Te og Kaffi sem er meðalristuð blanda en kaffið tengir góða mýkt og fyllingu frá Indónesíu við bjarta tóna Afríku sem gefur kaffinu einstakt jafnvægi.

Kremið er ljúffengt rjómaostakrem sem passar alveg svakalega vel með karamellu. Rjómaosturinn í kreminu gerir kremið frekar lint og mjúkt svo það má gera ráð fyrir að kremið sem fer á milli botnanna leki svolítið út. Ef þú lendir í því þá smyrðu kreminu sem lekur út, á hliðar kökunnar.

súkkulaði kaffikaka með karamellu og rjómaostakremi  súkkulaði kaffikaka með karamellu og rjómaostakremi

súkkulaði kaffikaka með karamellu og rjómaostakremi

súkkulaði kaffikaka með karamellu og rjómaostakremi

súkkulaði kaffikaka með karamellu og rjómaostakremi

Súkkulaði kaffikaka með karamellu og rjómaostakremi

  • Ljúffeng súkkulaðikaka þurrefnablanda frá Lindu Ben
  • 3 egg
  • 1 dl vatn
  • 1 1/2 dl olía (eða 150 g brætt smjör)
  • 1 1/2 dl kaffi (ég nota Java Mokka kaffihylki frá Te og kaffi)

Karamellu og rjómaostakrem

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið þurrefnablönduna, egg, brætt smjör/olíu og vatn í skál. Hrærið rólega saman í 3-4 mínútur eða þar til deigið hefur samlagast og orðið glansandi.
  3. Setjið deigið í smurð 20 cm smelluform (eða álíka stórt) og bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn.
  4. Kælið kökurnar að stofuhita og útbúið kremið á meðan.
  5. Hellið upp á kaffi og dreifið kaffinu varlega ofan í botnana með matskeið, það er líka hægt að pensla kaffinu ofan á botnana.
  6. Þeytið smjörið þar til mjúkt og loftmikið, bætið rjómaostinum, flórsykrinum út í og þeytið þar til aftur orðið mjúkt og loftmikið.
  7. Smyrjið 1/2 af kreminu á neðri botninn, setjið 1/2 dl af karamellu á kremið.
  8. Setjið það sem eftir er af kreminu á efri botninn. Eitthvað af kreminu mun leka út, takið stóran spaða og smyrjið því kremi á hliðarnar. Skreytið með meiri karamellu.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

súkkulaði kaffikaka með karamellu og rjómaostakremi

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5