Linda Ben

Súkkulaði kringlu ís með salt karamellu

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi ivið Nóa Síríus | Servings: 10 manns

Þú átt eftir að elska stökku súkkulaði kringlurnar með ljúffenga rjómaísnum og söltu karamellunni.

Þetta er afskaplega einfaldur eftirréttur sem hefur útlitið algjörlega með sér og virðist vera afar tilkomumikil ísterta. Ef þú smellir í hana skaltu þess vegna ekki segja neinum frá því hversu auðvelt það var að smella í hana 😆 (bara grín 😇) .

Súkkulaði kringlu ís með salt karamellu

Súkkulaði kringlu ís með salt karamellu

Súkkulaði kringlu ís með salt karamellu

Súkkulaði kringlu ís með salt karamellu

Súkkulaði kringlu ís með salt karamellu

  • 260 g kremkex
  • 50 g smjör
  • 2 lítrar vanillu rjómaís
  • 320 g súkkulaði kringlur frá Nóa Síríus
  • u.þ.b. 50 ml salt karamella (kaupir tilbúna eða notar þessa uppskrift)

Aðferð:

  1. Myljið kremkexið og setjið í skál. Bræðið smjörið og hellið út í skálina, blandið saman.
  2. Setjið 22 cm (eða álíka stóran) smelluformshring á kökudisk (ekki setja botninn í smelluformið þar sem kökudiskurinn sjálfur er botninn). Hellið kexblöndunni á kökudiskinn með smelluformshringnum og pressið kexblönduna niður svo hún verði sléttur botn.
  3. Setjið helminginn af rjómaísnum í formið og sléttið úr. Takið 160 g (1 poka) af súkkulaði kringlum og raðið þeim meðfram smelluformshringnum og brjótið restina grgóft niður og dreifið yfir ísinn, setjið helminginn af salt karamellusósunni yfir.
  4. Setjið það sem eftir er af ísnum yfir og sléttið úr. Dreifið 160 g (1 poka) af súkkulaði kringlum yfir og hellið salt karamellu yfir. Smellið ísnum í frysti þar til hann hefur tekið sig og orðinn harður á ný.
  5. Takið ísinn úr frysti og fjarlægið smelluformshringinn.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Súkkulaði kringlu ís með salt karamellu

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5