Ég ætla að deila með ykkur kokteil sem á eftir að slá í gegn um helgina.
Hann inniheldur sem sagt tekíla, cointreau, lime safa, vatnsmelónuíste en þessu eru öllu saman smellt í blandara með fullt af klökum og hrist saman.
Þar sem þetta er nú margarita þá að sjálfsögðu smellir maður lime á glasbrúnina og dýfir í salt, skreytir svo með lime sneið og smá vatnsmelónu.
Ég notaði vatnsmelónu íste-ið frá Pfanner þar sem hann er ekki of sætur og hentar því vel í margarítu. Kokteillinn er því léttur og ferskur, en ekki ofur sætur, sem er að mínu mati best.
Efri uppskriftin miðast við einn drykk en þar sem þessi kokteill hentar líka vel til að bjóða upp á í veislum gerði ég líka uppskrift sem hægt er að blanda í stóra könnu.
Vatnsmelónu margaríta
- 200 ml Pfanner vatnsmelónu íste
- 50 ml Cointreau
- 50 ml tekíla
- Safi úr 1 lime – meira til að skreyta með
- Klakar
- Vatnsmelóna til að skreyta með
Aðferð:
- Setjið klaka, Pfanner safann, Cointreau, tekíla og lime safann í kokteilhristara og hristið saman, hellið drykknum í kokteilglas.
- Skreytið með lime og vatnsmelónu sneið.
Stór uppskrift:
- 2 lítrar Pfanner vatnsmelónu íste
- 400 ml Cointreau
- 400 ml tekíla
- Safi úr 10 lime – meira til að skreyta með
- Klakar
- Vatnsmelóna til að skreyta með
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar