Linda Ben

Vöfflur með bláberjum, súkkulaði rjóma og saltri karamellu

Vöfflur með bláberjum, súkkulaði rjóma og saltri karamellu.

Klassískar vöfflur með æðislegum súkkulaði rjóma, saltri karamellu og nóg af bláberjum. Algjört lostæti sem þú verður að smakka.

Leynitrikkið til að fá vöfflurnar fallega brúnar er að setja örlítið kaffi út í deigið, það finnst ekki á bragðinu en hefur heilmikið að segja fyrir útlitið. Það er nú samt í góðu lagi að sleppa kaffinu ef þið viljið.

Vöfflur með bláberjum, súkkulaði rjóma og saltri karamellu

Vöfflur með bláberjum, súkkulaði rjóma og saltri karamellu

Vöfflur með bláberjum, súkkulaði rjóma og saltri karamellu

  • 2 egg
  • 40 g sykur
  • 2-3 dl AB-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
  • 150 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • ¼ tsk salt
  • 3 msk brætt smjör
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 tsk sterkt kaffi (má sleppa)
  • 500 ml rjómi frá Örnu mjólkurvörum
  • 100 g súkkulaði
  • Bláberjasulta
  • Fersk bláber
  • Sölt karamella

Aðferð:

  1. Hrærið saman egg og sykur þar til létt og ljóst. Bætið því næst súrmjólkinni saman við.
  2. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti, bætið því svo út í eggjablönduna.
  3. Bræðið smjörið og blandið því saman við ásamt vanilludropum og kaffinu.
  4. Hrærið blönduna þar til kekklaus (gott að láta standa í smá stund) og bakið svo vöfflurnar á vöfflujárni.
  5. Útbúið söltu karamelluna samkvæmt uppskrift.
  6. Bræðið súkkulaðið í örbylgju eða yfir vatnsbaði. Setjið rjómann í skál og byrjið að þeyta, þegar hann er byrjaður að þykkna hellið þá súkkulaðinu saman við í mjórri bunu og þeytið þar til tilbúinn.
  7. Setjið bláberjasultu á vöfflurnar ásamt súkkulaðirjómanum, setjið bláberin yfir og svo söltu karamelluna.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Vöfflur með bláberjum, súkkulaði rjóma og saltri karamellu

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5