Linda Ben

Private: Lífstíll

Stílhreint blómahengi

No Comments

Plöntuhengi

Mig er lengi búið að langa í fallegt blómahengi og hef því haft augun opin fyrir þeim. Ég sá þetta blómahengi fyrst á instagramsíðu Twins.is og varð ég strax ástfangin af því.

Ég á mikið af fallegum plöntum heima, mér líður einfaldlega vel með mikið af blómum í kringum mig. Það myndast ferkst andrúmsloft á heimilinu ásamt því auka plöntur hlýleika og gerir heimilið notalegra.

Þetta blómahengi frá Twins.is er stílhreint og fallegt í einfaldleika sínum þannig að plantan nýtur sín vel. Blómapotturinn liggur í brúnu leðri og hengur í hvítum snúrum. Það er einfalt að setja blómahengið upp. Ég nelgdi meðal stórum nagla í léttan vegg heima og hengdi hengið á naglann. Blómahengið alveg smellpassar inn hér heima og er ég alveg gríðarlega ánægð með það.

Plöntuhengi

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5