Hér finnur þú hugmyndir af kvöldmat, eftirrétt og bakstri fyrir vikuna. Til þess að gera hlutina ennþá einfaldari þá set ég tímann sem það tekur að elda réttinn fyrir aftan nafnið á réttinum. Þannig getur þú skipulagt vikuna með einföldum hætti.
Mánudagur:
Einfaldur grískur fiskréttur sem slær öll met – 35 mín
Þriðjudagur:
Heilsusamlegt hvítlauks, basil og brokkolí pasta – 20 mín
Miðvikudagur:
Djúsí laxa taco með avocadó salsa og hvítlauks lime sósu – 45 mín
Fimmtudagur:
Djúsí steikarsamlokur með karamelluðum lauk, bræddum brie og stökku Lava Cheese – 40 mín
Föstudagur:
Fylltar kjúklingabringur með hráskinku, basil og mosarella – 40 mín









