Eftirréttur sem er jafn góður og hann er hollur er algjör snilld!
Flest erum við að leita okkur leiða til þess að borða meira hollt. Ég persónulega gæti þó aldrei hætt að borða allt sætt, enda er ekki ástæða þegar það eru til fullt af góðum eftirréttum sem eru jafnvel hollir. Við erum einfaldlega að tala um góða eftirrétti sem innihalda lítinn sem engan viðbættan sykur og hráefni sem innihalda nauðsynleg næringarefni!
Til hvers að banna sér að fá eftirrétt þegar eftirrétturinn er jafnvel hollari en hádegismaturinn?