Linda Ben

Private: Lífstíll

9 hugmyndir að hollari eftirréttum

No Comments

Eftirréttur sem er jafn góður og hann er hollur er algjör snilld!

Flest erum við að leita okkur leiða til þess að borða meira hollt. Ég persónulega gæti þó aldrei hætt að borða allt sætt, enda er ekki ástæða þegar það eru til fullt af góðum eftirréttum sem eru jafnvel hollir. Við erum einfaldlega að tala um góða eftirrétti sem innihalda lítinn sem engan viðbættan sykur og hráefni sem innihalda nauðsynleg næringarefni!

Til hvers að banna sér að fá eftirrétt þegar eftirrétturinn er jafnvel hollari en hádegismaturinn?

Flestar uppskriftirnar á þessum lista eru ofur einfaldar sem hægt er að gera með hráefnum sem til eru á flestum íslenskum heimilum. Það er þó skemmtilegt að læra eitthvað nýtt og því innihalda sumar uppskriftirnar hráefni sem gaman er að kynna sér og læra að nota til að búa til hollan og heilsusamlegan mat.

 • Ís úr frosnum bönunum
  • Þennan eftirrétt þekkja ansi margir og ekki skrítið þar sem þetta er algjör snilld! Eina sem þarf að gera er að frysta banana og setja þá svo í matvinnsluvél og þú ert kominn með ís!

hollur eftirréttur

 • Súkkulaðibúðingur úr chia fræjum
  • Hann er það hollur að það væri alveg fullkomlega í lagi að borða búðinginn í morgunmat ef manni myndi langa það. Chia fræ eru stútfull af hollum trefjum, omega 3 fitusýrum og vítamínum. Kakó er svo fullt af andoxunarefnum sem ver frumurnar okkar og verndar okkur gegn ótímabærri öldrun.

hollur eftirréttur

 • Grillaður ananas með sykurlausum ís
  • Þó það sé nú ekki týpískt grillveður úti núna þá er það vel þess virði að kveikja á grillinu fyrir þennan ljúffenga eftirrétt. Notið hvaða sykurlausa ís sem er með!

hollur eftirréttur

 • Orkukúlur með graskersfræjum
  • Þessar kúlur eru dásamlega góðar. Ekki láta það stoppa ykkur að eiga ekki amaranth í skápunum, notið kókosmjöl!

hollur eftirréttur

 • Dökk súkkulaði með möndlum og þurkuðum trönuberjum (eða öðrum berjum)
  • Brjótið súkkulaðið niður smátt og blandið saman við möndlum og trönuberjunum í skál
 • Heilsusamleg vegan súkkulaðikaka
  • Alvöru súkkulaðikaka með góðri samvisku, já takk!

hollur eftirréttur

 • Skinny bláberjamuffins
  • Þessar bláberja möffins sem eru hollari en margar aðrar en gefa ekkert eftir þegar kemur að bragði. Ekkert smjör er notað í þessa uppskrift, bara góð grænmetisolía og grískt jógúrt. Mjög lítill sykur er notaður en bláberjabragðið skín vel í gegn sem gerir þær guðdómlega góðar.

hollur eftirréttur

 • Orkustykki með dökku súkkulaði
  • Þessi orkustykki eru stútfull af hollum ofurfæðum, eru seðjandi og virkilega bragðgóð! Maður er enga stund að skella í þessi orkustykki, en þau þurfa smá tíma til að storkna inn í ísskáp.

hollur eftirréttur

hollur eftirréttur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 2 3 4 5