bbq kjúlinga pizza
BBQ kjúlinga pizza
- Pizzadeig
- BBQ sósa (ég notaði þessa frá Nicolas Vahé)
- 1 poki rifinn ostur með pipar fra Örnu Mjólkurvörum
- 1 forlelduð kjúklingabringa
- ½ rauð paprika
- ¼ rauðlaukur
- Piparostur frá Örnu Mjólkurvörum
- Brauðstanga olía
- Kóríander (má sleppa)
Aðferð
- Kveikið á ofninum og stillið á 220°C.
- Fletjið pizzadeigið út og setjið bbq sósu á botninn. Deifið rifna ostinum á botninn.
- Skerið kjúklingabringuna, paprikuna og laukinn niður, dreifið yfir.
- Rífið piparostinn niður og dreifið yfir.
- Bakið í u.þ.b. 10-15 mín eða þar til osturinn er bráðnaður og kantarnir aðeins byrjaðir að brúnast.
- Penslið brauðstanga olíunni yfir kantana og setjið kóríander yfir áður en pizzan er borin fram.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: