Linda Ben

Heimagerðar ostafylltar brauðstangir

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur | Servings: 10 brauðstangir

Heimagerðar ostafylltar brauðstangir sem þú átt eftir að elska!

Þessar brauðstangir eru einstaklega djúsí, fullar af osti og löðrandi í kryddolíu. Þessar átt þú eftir að gera aftur og aftur því get ég lofað.

Það er líka mjög einfalt að búa þær til. Maður einfaldlega fletur deigið út, setur fullt af osti í miðjuna, lokar deiginu og bakar inn í ofni í 20 mín. Á meðan deigið er inn í ofni er kryddolían útbúin með því að blanda saman ólífu olíu, hvítlauk, pizzakryddi og örlítið af þurrkuðum chillí sem er svo smurt yfir deigið þegar það kemur út úr ofninum. Svo er bara að skera það í sneiðar og dýfa í pizzasósu, namm!! 😋👌

heimagerðar ostafylltar brauðstangir uppskrift

heimagerðar ostafylltar brauðstangir uppskrift

Ostafylltar brauðstangir

 • Pizzadeig
 • 200 g rifinn mozarella ostur fra Örnu Mjólkurvörum
 • 1 dl ólífuolía
 • 1 hvítlauksgeiri
 • 1 msk pizza kryddblanda (ég notaði frá Nicolas Vahé)
 • ¼ tsk þurrkað chillí
 • Salt
 • Pizzasósa
 • Ferskur parmesan (má sleppa)

Aðferð

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “Brauðstangir” highlights.

 1. Kveikið á ofninum og stillið í 230ºC, udir og yfir.
 2. Fletjið pizzadeigið út í ílangan ferhyrning, setjið ostinn í lang miðjuna og lokið með því að taka deigið hliðiná ostinum yfir ostinn og klípið deigið saman í miðjunni.
 3. Setjið deigið á smjörpappír og snúið deiginu þannig að samskeytin snúi niður. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til osturinn inn í er bráðnaður og deigið orðið gullið.
 4. Á meðan brauðstangirnar eru inn í ofninum er kryddolían útbúin. Setjið ólífu olíu í skál, rífið hvítlauksgeira út í, setjið pizzakryddið út í og þurrkað chillí. Blandið saman.
 5. Penslið olíunni yfir brauðstangirnar um leið og þær koma út úr ofninum og saltið eftir smekk.
 6. Berið fram með pizzasósu, gott að setja örlítið af pizza kryddblöndunni og ferskum parmesan ofan í pizzasósuna.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

heimagerðar ostafylltar brauðstangir uppskrift

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5