Linda Ben

Blaut karamellu kaka

Recipe by
3 kist

Blaut karamellu kaka sem bráðnar upp í manni og skilur mann eftir í alsælu!

Kakan samanstendur af blautum svampbotni sem er drekktur í karamellu sósu og toppuð með silkimjúku og ofur léttu kremi.

Kakan er ólík öllum öðrum kökum sem ég hef gert áður og var þessi uppskrift þónokkuð lengi í þróun hjá mér. Fyrirmyndin er hin Suður-Ameriska Tres leches cake sem einhverjir gætu kannast við, en mig langaði að gera skandínavíska útgáfu af þeirri köku sem væri samt algjörlega einstök.

Léttur og mjúkur svampbotn er drekktur í karamellu sósu sem gerir hann einstaklega safaríkan. Kakan algjörlega bráðnar upp í manni.

Kremið er silkimjúkt en rjómaostur spilar stórt hlutverk í því sem passar gullfallega með karamellu svampbotninum. Kakan er svo skreytt með karamellu kurli til þess að toppa karamellu fýlinginn.

Blaut karamellu kaka

Blaut karamellu kaka

Blaut karamellu kaka

Blaut Karamellu kaka

Blaut karamellu kaka

Svampbotn:

  • 6 egg, eggjarauða og eggjahvíta aðskilin
  • 2 dl sykur
  • 1 ½ tsk vanilludropar
  • 1 dl mjólk
  • 3 ½ dl hveiti
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • ¼ tsk salt

Karamellu sósa:

  • 3 dl rjómi
  • 240 g rjóma karamellur (2 pokar)

Krem:

  • 200 g smjör við stofuhita
  • 100 g rjómaostur
  • 400 g flórsykur
  • 1 dl rjómi
  • Karamellu kurl sem skraut

Aðferð:

Aðferð má einnig sjá sem myndband í highlights á Instagraminu mínu Instagram.com/lindaben

  1. Byrjið á því að kveikja á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir. Takið 20×30 cm form (líka hægt að nota 25 cm smelluform) og klæðið það með smjörpappír. Best er að brjóta það alveg ofan í svo það liggi slétt ofan í forminu.
  2. Aðskiljið eggjarauðuna frá eggjahvítunum, hrærið eggjarauðurnar saman við sykurinn þar til blandan er orðin ljós gul, þykk og deigið myndar “borða” sé þeytarinn tekinn upp og deigið láta leka aftur ofan í skálina.
  3. Bætið þá vanilludropum út í og hellið mjólkinni út í í mjórri bunu með hrærivélina í gangi, hættið að hræra um leið og allt hefur blandast saman.
  4. Setjið hveiti, lyftiduft og salt í sér skal og hrærið saman.
  5. Setjið 1/3 af hveitiblöndunni út í eggjablönduna og blandið varlega saman með sleikju, þegar allt hefur samlagast setjið þá endurtakið þið þar til allt hveitið hefur blandast saman við eggjablönduna.
  6. Þeytið eggjahvítur þar til stífir toppar myndast og blandið þeim varlega saman við deigið með sleikju í nokkrum hlutum.
  7. Hellið deiginu ofan í smjörpappírsklædda formið og bakið í 20 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn. Leyfið kökunni að kólna á meðan þið gerið karamellu sósuna.
  8. Útbúið karamellu sósuna með því að setja rjóma og karamellurnar saman í pott, hitið rólega og hrærið varlega í blöndunni með sleikju þar til karamellurnar hafa allar bráðnað saman við rjómann.
  9. Takið prjón og stingið fjölmörg göt á kökuna alla, hellið karamellunni yfir og reynið að láta sem mest fara ofan í götin.
  10. Setjið plastfilmu yfir og geymið kökuna inn í ísskáp í u.þ.b. 2 klst (má geyma lengur, t.d. yfir nótt).
  11. Útbúið kremið með því að hræra smjörið þar til það er orðið létt og ljóst (nánast hvítt). Bætið rjómaostinum saman og því næst flórsykrinum, þeytið vel saman. Hellið rjómanum út á og hrærið þar til kremið verður ofur létt og loftmikið. Setjið kremið yfir kökuna og sléttið úr, skreytið með karamellu kurli.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Ekki það sem þú varst að leita að? Skoðaðu þá þessar uppskriftir:

Dumle nammikaka

Alvöru Djöflaterta með besta súkkulaði kreminu

Hvít og silkimjúk þriggja hæða nakin vanillu kaka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5