Linda Ben

Lífstíll

10 góð ráð til að láta matinn endast betur heima

No Comments

Öll viljum við komast upp með að minnka matarkostnaðinn og fara sjaldnar í matvörubúðina. Lykillinn að því er að geyma matinn rétt þegar hann er komin heim. Það krefst smá vinnu og skipulag að ganga frá mat rétt en það marg borgar sig.

Ég fer yfirleitt aðeins einu sinni í búðina á viku og hef ég því lært ýmisislegt til að láta matinn endast lengur. Hér er listi af því sem ég geri til þess að láta matinn endast betur heima hjá mér.

Continue reading

Topp 10 – Ofur hollir og góðir smoothie drykkir

No Comments

Mangó og kókos smoothie

Það er mjög einfalt að útbúa smoothie drykk, það er líka fljótleg og gómsæt leið til þess að koma fullt af næringarefnum í líkamann.

Mér finnst skemmtilegt að útbúa mér mismunandi smoothie drykki. Að mínu mati er fjölbreytileikinn er lykillinn að því að fá ekki leið á þessum máltíðum.

Ég hef því tekið saman mína topp 10 smoothie drykki. Listinn er ekki í neinni sérstakri röð því ég get ekki gert upp á milli þeirra.

Ég vona að þessi listi muni koma ykkur til góðs og muni einnig veita ykkur innblástur að því að útbúa ykkar eigin drykki!

Continue reading

Vikumatseðill 1

No Comments

Við þekkjum öll spurninguna “Hvað eigum við að hafa í matinn?” og flestum finnst hún ekkert sérlega skemmtileg. Því hef ég útbúið lista sem saman stendur af einföldum og gómsætum uppskriftum sem allri fjölskyldunni mun líka vel við.

Einnig er það mikill tíma og peningasparnaður sem felst í því að fylgja vikumatseðlum. Ef maður útbýr nákvæman innkaupalista með öllu sem þarf fyrir vikuna má komst upp með að fara aðeins einu sinni í viku í búðina. Útgjöldin virðast kannski meiri ef maður er vanur að fara mörgum sinnum í viku í búðina en ég lofa ykkur þegar upp er staðið felst mikill sparnaður í þessu fyrirkomulagi þar sem maður kaupir minni óþarfa og matarsóun verður minni.

Continue reading

9 hugmyndir að hollari eftirréttum

No Comments

Eftirréttur sem er jafn góður og hann er hollur er algjör snilld!

Flest erum við að leita okkur leiða til þess að borða meira hollt. Ég persónulega gæti þó aldrei hætt að borða allt sætt, enda er ekki ástæða þegar það eru til fullt af góðum eftirréttum sem eru jafnvel hollir. Við erum einfaldlega að tala um góða eftirrétti sem innihalda lítinn sem engan viðbættan sykur og hráefni sem innihalda nauðsynleg næringarefni!

Til hvers að banna sér að fá eftirrétt þegar eftirrétturinn er jafnvel hollari en hádegismaturinn?

Continue reading

Stílhreint blómahengi

No Comments

Plöntuhengi

Mig er lengi búið að langa í fallegt blómahengi og hef því haft augun opin fyrir þeim. Ég sá þetta blómahengi fyrst á instagramsíðu Twins.is og varð ég strax ástfangin af því.

Ég á mikið af fallegum plöntum heima, mér líður einfaldlega vel með mikið af blómum í kringum mig. Það myndast ferkst andrúmsloft á heimilinu ásamt því auka plöntur hlýleika og gerir heimilið notalegra.

Continue reading