Í byrjun september fórum við með fjölskyldu Ragnars til Spánar, nánar tiltekið Barcelona. Ferðin var hreint út sagt dásamleg og virkilega vel heppnuð!

Í byrjun september fórum við með fjölskyldu Ragnars til Spánar, nánar tiltekið Barcelona. Ferðin var hreint út sagt dásamleg og virkilega vel heppnuð!

Eins og þeir sem fylgja mér á Instagram vita þá keyptum við Ragnar, maðurinn minn, húsið okkar fokhelt árið 2013.
Ég má til með að deila með ykkur algjörri snilld. Ég hef undanfarið hef verið að nota Bee’s wrap í staðin fyrir plastfilmu til þess að geyma matvæli. Mér finnst mikilvægt að minnka plast notkun sem allra mest. Það er rosalegt hvað plast er að skaða jörðina okkar mikið og þess vegna líður mér alls ekki vel með að nota plast.
Systurdóttir mín var skírð um daginn og fékk systir mín mig til þess að aðstoða hana í undirbúningnum. Ég tel mig nokkuð vana að undirbúa veislur þar sem við afmælisveislur sonarins hafa yfirleitt endað eins og ágætis fermingarveislur. Mér fannst því ekki mikið mál að aðstoða systir mína í þessu og hafði virkilega gaman að. Í undirbúningnum ákvað ég að punkta hjá mér hluti sem þurfti að hafa í huga fyrir skírnina. Í þessari tilteknu veislu voru um 50 gestir og því miðast veitingarnar við þann fjölda.
Ég er gríðarlega spennt fyrir Eurovision og ég geri ráð fyrir að þið séuð það líka! Hér koma því sex hugmyndir sem munu slá í gegn í Eurovision partýinu!
Ég hef verið alveg hrikalega skotin í vegghengjum undanfarið og hef lengi haft augun opin fyrir þeim. Um daginn rakst ég á íslenska síðu sem heitir MARR sem selur alveg guðdómlega falleg vegghengi. Það eru hjón sem standa á bak við síðuna, þau Ninna og Pálmi. Þau framleiða vegghengi, blómahengi og vegghillur. Vörurnar hjá þeim eru hnýttar með aldagamalli macramé aðferð og það er auðsjánalegt hversu mikinn metnað og ástríðu þau setja í vörurnar sem þau framleiða.
Lengi vel var þetta horn á heimilinu kallað “vandræðalega tóma hornið” þar sem ég hreinlega gat ekki ákveðið mig hvað ég vildi setja í það. Þó svo að ég segi vandræðalega tómt þá var það nú ekki alveg tómt en það var greinilegt að hlutirnir sem voru þar, voru ekki þar til frambúðar og nutu sín ekki til fulls.
Skipulegðu gómsæta páska með réttum sem öll fjölskyldan mun elska. Hugmyndir af gómsætum brunch, forrétti, aðalréttum og eftirréttum finnur þú hér
