Linda Ben

Bragðmiklir þorskhnakkar eldaðir í einni glæsilegri Lodge pönnu

Recipe by
35 mín
Prep: 15 mín | Cook: 20 mín | Servings: 3 manns

Þetta er afar bragðgóður og ljúfur fiskréttur sem einfalt er að skella í.

Ég hef alltaf verið hrifin af réttum sem hægt er að elda í einu íláti, þá er ég að meina potti, pönnu eða eldföstu móti. Það sparar tíma, uppvask, fyrirhöfn og gerir lífið eitthvað svo mikið einfaldara.

Þessi fiskréttur er einmitt þannig. Byrjað er á því að steikja grænmetið upp úr kryddolíu, svo er fiskunum og restinni af meðlætinu bætt við og öllu smellt saman inn í ofn. Einfalt, ótrúlega ljúffengt og gott.

þorskhnakkar, uppskrift, fiskur, einfaldur

Ég eignaðist nýverið alveg ótrúlega fallega og góðar pönnu úr Hrím sem kemur frá framleiðandanum Lodge. Lodge er amerískt merki sem hefur framleitt steypujárns potta, pönnur og ýmislegt annað frá árinu 1896 og hafa því þónokkra æfingu og reynslu í þeim efnum.

Ég er kolfallin steypujárns aðdáandi og vil helst ekki elda í neinu öðru. Það er svo ótrúlega þægilegt hvað það er hægt að elda nánast hvað sem er í þessum pottum og pönnum. Endingin er nánast eilífð ef hugsað er vel um hlutina og svo eru pottarnir og pönnunar líka bara svo ótrúlega stílhreinar og flottar.

þorskhnakkar, uppskrift, fiskur, einfaldur

Þegar keypt er ný steypujárnspanna frá Lodge þá er hún tilbúin til notkunar, aðeins þarf að skola innan úr henni og þurrka svo.

Það er hægt að nota öll áhöld á Lodge, meira að segja þau sem eru úr járni.

þorskhnakkar, uppskrift, fiskur, einfaldur

þorskhnakkar, uppskrift, fiskur, einfaldur

þorskhnakkar, uppskrift, fiskur, einfaldur

Það er hægt að nota Lodge á allar gerðir af eldavélum, þar með töldum span og að meira að segja á grill! En það sem ég elska mest við steypujárnið er að það má skella því inn í ofn. Það er svo ótrúlega þægilegt að þurfa ekki að vera færa matinn af pönnunni og í eldfast mót. Miklu frekar vil ég skella öllu á eina pönnu, steikja það sem þarf að steikja og setja svo allt heila klabbið inn í ofn. Þægilegt, minnkar uppvask, bragðið verður meira af matnum og fljótlegra þar sem enginn hiti er að tapast í “millilendingunni”.

Steypujárn heldur hita alveg rosalega vel, þannig er hægt að elda matinn á lægri stillingu en með venjulegum pottum, en þú gætir þurft að bíða nokkrum sekúndum lengur á meðan pannan er að hita sig upp. Einnig er mikilvægt að nota hitaleppa á haldfangið þar sem það hitnar með öllu hinu járninu. Fyrir mér er það mikill kostur að haldfangið sé ekkert nema járnið því það er þá engin hætta á að það skemmist með tímanum eins og til dæmis viðar haldföng gera.

Það er afar einfalt að þrífa steypujárnið en það er best að þrífa pönnuna á meðan hún er heit/volg og nota þá bara heitt vatn og uppvöskunarbursta. Næst þurrkar maður pönnuna vel og smyr hana svo létt með olíu til að vernda stálið og fá fallegan glans.

þorskhnakkar, uppskrift, fiskur, einfaldur

Bragðmiklir þorskhnakkar eldaðir í einni pönnu

  • 700 g þorskhnakkar
  • salt og pipar
  • 2 msk ólífu olía
  • 2 hvítlauksgeirar
  • ½ tsk þurrkað rautt chilli
  • ½ pakki skyndi kartöflur
  • 200 g kirsuberjatómatar
  • 1 dl hvítvín
  • mosarella kúlur
  • svartar heilar ólífur
  • Börkur af 1 sítrónu
  • Ferskt basil eftir smekk

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Setjið ólífu olíu á pönnu, skerið hvítlaukinn smátt niður og steikið hann á pönnunni með chillíinu.
  3. Setjið kartöflurnar út á pönnuna og steikið létt. Setjið tómatana á pönnuna og steikið. Kryddið þorskhnakkana með salti og pipar, setjið stykkin á pönnuna. Látið fiskinn steikjast í nokkrar mín og snúið honum svo við, gott að hræra í grænmetinu líka. Hellið hvítvíninu á pönnuna, setjið ólífurnar einnig á pönnuna og mosarella kúlurnar. Setjið pönnuna inn í ofn og bakið í 15-20 mín.
  4. Rífið sítrónubörkinn og basil laufin yfir réttinn.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

þorskhnakkar, uppskrift, fiskur, einfaldur

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

Þessi færsla er kostuð en það hefur þó alls engin áhrif á umfjöllun mína.

Category:

One Review

  1. Ajna Pidzo

    Mjög bragðgóður og einfaldur réttur. Ég notaði matreiðslurjóma í staðin fyrir hvítvín og það kom mjög vel út.

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5