Linda Ben

Döðlu hafrasmákökur eins og amma gerði

Recipe by
1 klst og 30 mín
Prep: 20 mín | Cook: 10 mín | Servings: Í samstarfi við OTA

Í enda nóvember gerði ég dauðaleit af gömlu matreiðslubókunum hennar mömmu og eftir þónokkurn tíma og slatta af úrræðasemi tókst mér að finna bækurnar. Við erum sem sagt báðar og byggja og flest allt dótið okkar sem er ekki bráðnauðsynlegt er í geymslu.

Ástæðan fyrir því að ég lagði svona mikið á mig til að finna bækurnar er að þær geyma svo ótrúlega góðar smáköku uppskriftir. Þessar gömlu góðu sem við smökkuðum í æsku en erum mögulega búin að gleyma. Jólin eru að mínu mati fullkominn tími til að rifja upp þessar gömlu og góðu uppskriftir.

Sumar uppskriftirnar skrifaði mamma niður áður en ég fæddist og hafa verið bakaðar oftar en maður gæti nokkurtíman talið bæði af mömmu og ömmu og svo auðvitað af okkur systrunum. Síðurnar í bókinni eru margar hverjar myndskreyttar eftir mig og systir mína frá því að við vorum litlar en þá höfum við stolist í pennann hennar mömmu og aðeins fengið að skreyta á meðan við hjálpuðum henni að baka.

Það er líka gaman að fletta í gegn og séð auðveldlega hvaða uppskriftir voru í uppáhaldi hjá mér og systir minni þegar við vorum að stíga okkar fyrstu skref í eldhúsinu, það fer ekki milli mála hvaða uppskriftir það voru því þær síður eru sérstaklega kámugar og flestar allar í kakói hahaha!

 

Döðlu hafrasmákökur

Í þessar kökur nota ég OTA Solgryn hafra en áferðin á þeim hentar einstaklega vel í bakstur þar sem þeir eru ekki of stórir og harðir, því sleppur maður við að þurfa að hakka deigið.

Döðlu hafrasmákökur

Þessar döðlu hafrasmákökur eru einmitt úr elstu matreiðslubókinni hennar mömmu. Það var algjör nostalgía að baka þessar kökur aftur eftir svona langan tíma, algjörlega yndislegt.

Kökurnar eru mildar og mjúkar, alveg unaðslega góðar!

Döðlu hafrasmákökur

  • 150 g smjör við stofuhita
  • 2 dl púðursykur
  • 2 egg
  • 3 msk rjómi
  • 1 tsk vanillusykur
  • 4 dl hveiti
  • ¾ tsk matarsódi
  • 4 dl OTA Solgryn haframjöl
  • 3 dl saxaðar döðlur
  • 1 dl möndluflögur
  • 1 tsk salt

Aðferð:

  1. Þeytið saman smjör og púðursykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið þvi næst einu eggi í einu út í blönduna og þeytið vel á milli. Bætið svo rjómanum saman við og hrærið saman.
  2. Blandið saman hveiti, vanillusykri, matarsóda og haframjöli í skál, blandið svo saman við eggjablönduna en hrærið eins lítið og hægt er að komast upp með.
  3. Bætið svo sökuðu döðlunum og möndlunum saman við og hrærið létt.
  4. Setjið deigið í ísskáp og kælið í klukkutíma.
  5. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  6. Mótið litlar kúlur úr deiginu og þrýstið á með gaffli, bakið í 7-10 mín eða þar til þær byrja að verða gullinbrúnar. Sáldrið örlitlu salti yfir í lokin.

Döðlu hafrasmákökur

Fylgstu með á Instagram

Þangað til næst!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5