Eins og þið eflaust vitið ef þið hafið fylgst með blogginu mínu í einhvern tíma þá hreinlega elska ég einfalda, djúsí og bragðmikla rétti. Þessi fiskréttur er einmitt þannig!
Rétturinn er léttur og inniheldur mikið grænmeti sem er bakað í ólífu olíu- sítrónulegi. Úr verður alveg stórkostlega djúsí og bragðmikill réttur sem er virkilega einfaldur í framkvæmd.
Eins og þið hafið eflaust rekið ykkur á þá bragðast allar ólífu olíur alls ekki eins, en það eru kannski ekki allir sem vita hver ástæðan er. Eins og með flesta ávexti og grænmeti eru til mismunandi afbrigði af ákveðinni tegund. Tökum sem dæmi tómata sem hægt er að fá sem risastóra buff tómata og allt niður í litla kirsuberja tómata. Það á einnig við um ólífur, það eru til mismunandi afbrigði sem bragðast mismunandi. Ólífu olíu framleiðendur rækta mismunandi ólífur og blanda þeim saman með mismunandi hætti.
Í áranna rás hefur Filippo Berio verið þekkt fyrir gott bragð og há gæði og er það olían sem ég kaupi inn á heimilið mitt. Filippo Berio ólífu olían er bragðmild með léttu ólífu bragði sem gerir það að verkum að hægt er að nota olíuna á mjög fjölbreyttan hátt. Hún er frábær til marineringar og hentar vel til þess að bragðauka hvaða mat sem er. Hana er einnig gott að nota til steikningar í bakstur þar sem hún er hitaþolin upp í 200°C.
Oft þegar ég elda þá sýni ég frá því í story á Instagram sem er einmitt það sem ég gerði þegar ég eldaði þennan fiskrétt. Story-ið var þó ekki búið að vera lengi í loftinu þegar ég sá að þessi réttur var að fara slá út fyrirspurnar/athugasemda met, svo mikil var spenningurinn fyrir réttinum og þaðan kemur nafnið á þessum bragðgóða og einfalda fiskrétt.
Einfaldur grískur fiskréttur sem slær öll met!
- 450 g þorskhnakkar
- 2 msk ólífu olía til steikningar
- 2 msk smjör
- 3 msk ólífu olía
- Safi úr 1 sítrónu
- 1 dl hveiti
- 1 tsk cumin
- 1 tsk paprika
- 1 tsk túrmerik
- 1 tsk kóríander
- ½ pakki forsoðnar parísarkartöflur
- ½-1 rauð paprika
- 125 g kirsuberjatómatar
- 2 hvítlauksgeirar
- 1 krukka feta ostur
- nokkrar ólífur, helst svartar en annars grænar
- Salt og pipar
- Fersk steinselja
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC
- Bræðið smjörið og blandið út í ólífu olíu og sítrónu safa.
- Setjið hveiti í skál og bætið kryddunum saman við (ekki salt og pipar, það fer seinna), blandið vel saman.
- Skerið þorskhnakka flakið í hæfilega stóra hluta, mér fannst gott að skipta því í þrjá hluta.
- Setjið hvern bita í olíu/smjör/sítrónu blönduna þannig hann blotni vel og hjúpið bitann svo í hveitiblöndunni.
- Hitið 2 msk ólífu olíu á pönnu þangað til pannan er mjög heit en ekki rjúkandi heit. Steikið bitana í um það bil 3 á hvorri hlið (það er óþarfi að elda fiskinn í gegn þar sem hann er fulleldaður í ofni)
- Á meðan fiskurinn er á pönnunni, raðið þá kartöflum, paprikubitum, kirsuberjatómötum og ólífunum í eldfast mót. Setjið fiskinn svo ofan á grænmetið, reynið að setja hann svolítið ofan í grænmetið.
- Skerið niður tvö hvítlauksgeira smátt niður og dreifið honum yfir réttinn.
- Hellið restinni af olíunni/smjör blöndunni yfir og dreifið svo fetaosti yfir allt saman. Kryddið með salti og pipar.
- Bakið inn í ofni í 15 mín þangað til osturinn verður gullinbrúnn.
- Raðið ferskri steinselju yfir.
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Njóttu vel!
Þín, Linda Ben