Linda Ben

Einföld og ljúffeng sveppasúpa

Recipe by
1 klst
Prep: 20 mín | Cook: 40 mín | Servings: 6 manns

Haustið er yndislegur tími til þess að fá sér gómsæta súpu. Við fögnum einfaldleikanum í þessari súpu með fáum innihaldsefnum og ljúffengu sveppabragði.

Einföld og ljúffeng sveppasúpa

Einföld og ljúffeng sveppasúpa

Einföld og ljúffeng sveppasúpa

  • 900 g sveppir
  • 60 g smjör
  • klípa af salti
  • 1 laukur
  • 1 ½ msk hveiti
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 lítið búnt timjan
  • 1 líter kjúklingasoð
  • 240 ml vatn
  • 240 ml rjómi
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið sveppina niður í sneiðar.
  2. Bræðið smjörið í stórum potti og setjið sveppina í pottinn ásamt klípu af salti. Mikill vökvi mun myndast út frá sveppunum og því þarf ekki að setja meira smjör. Steikið sveppina í 15 mín, sigtið svo vökvann frá í skál (ekki henda vökvanum). Takið um það bil 1 msk af sveppum frá og geymið til að skreyta súpuna á eftir.
  3. Á meðan sveppirnir steikjast þá skeriði niður laukinn, setjið svo í pottinn og steikið hann ásamt sveppunum.
  4. Setjið hveitið í pottinn og hrærið saman við, steikið í um það bil 2 mín til að taka hrábragðið af hveitinu.
  5. Bindið saman timjan búntið með einum timjan stilk eða eldhús tvinna. Setjið það út í pottinn ásamt hvítlauksgeirunum.
  6. Hellið kjúklingasoðinu og vatninu út í pottinn og sjóðið í allt að klukkutíma ef tími gefst (þegar ég hef ekki tíma í það sýð ég hana í 20 mín og finnst það ekki hafa áhrif)
  7. Takið timjan búntið upp úr súpunni og baukið hana með töfrasprota þangað til hún er orðin mjög fínt maukuð.
  8. Hellið rjómanum út í og hitið að suðu. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.
  9. Setjið sveppina út á sem voru teknir frá áðan og berið fram. Einnig er hægt að skreyta með timjan stilk.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Einföld og ljúffeng sveppasúpa

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5