Einfaldur, fljótlegur og bragðmikill lax sem bakast inn í ofni með meðlætinu. Olían af fetaostinum ásamt olían sem kemur af fiskinum er alveg virkilega bragðgóð og hentar því vel sem sósa með. Ég bar þennan fisk með quinoa og fersku grænmeti sem kom ótrúlega vel út.
Fljótlegur og djúsí lax bakaður í einu fati með aspas, sítrónu og fetaosti
- 700 g lax
- Salt og pipar eftir smekk
- ¼ tsk cumin
- ¼ lauk krydd
- örlítið þurrkað chilli krydd
- 1 búnt ferskur aspas
- 1 sítróna, skorin í sneiðar
- 4 hvítlauksgeirar
- 1/2 krukka fetaostur
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C
- Skolið fiskinn með köldu vatni og þerrið með eldhúspappír, leggið hann í eldfast mót og kryddið vel (mér finnst alltaf betra að krydda fisk meira en minna)
- Skolið aspasinn og þerrið, brjótið hörðu endana af og leggið svo ætu endana í eldfasta mótið.
- Skerið sítrónusneiðar og leggið hér og þar í mótið. Gerið það sama með hvítlauksgeirana. Dreifið fetaostinum svo yfir allt saman. Bakið inn í ofni í um það bil 20 mín eða þangað til laxinn er eldaður í gegn (fer eftir því hversu þykkur fiskurinn er).
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Njóttu vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: