Linda Ben

Gómsætur saltfiskur eins og þú hefur aldrei smakkað hann áður

Recipe by
35 mín
Prep: 15 mín | Cook: 20 mín | Servings: 4 manns

Ég man eftir mér lítilli heima að borða soðinn saltfisk með kartöflum, þó svo að mér hafi alltaf fundist það gott þá, hefur þessi fiskur einhvernveginn dottið í gleymsku og hef ég ekki borðað saltfisk í alltof mörg ár.

_MG_1660

Mér datt því í hug að prófa að elda saltfisk en að reyna koma honum upp á annað stig með því að elda hann eins og maður myndi gera með öðrum fisktegundum en fagna ríka saltbragðsins. Ég fór því að skoða allskonar Portúgalskar uppskriftir en Portúgalar eru þekktir fyrir saltfiskinn sinn. Útkoman varð einfaldur réttur þar sem fá innihaldsefni njóta sín til fulls.

_MG_1643

_MG_1659 litil

Þessi saltfiskréttur er gjörólíkur því sem ég borðaði sem barn. Rétturinn er rosalega djúsí, hjúpaður í nóg af osti, bragðið á fiskinum er fágað og mikið. Auk þess lítur rétturinn mjög girnilega út sem er alltaf mikilvægt. Þessi réttur fékk mig til þess að byrja að elska saltfisk á ný! 

Rétturinn mjög einfalur þar sem hann er eldaður í einu fati, inniheldur fá innihaldsefnin og tekur stutta stund að útbúa.

_MG_1658

Þar sem rétturinn er mjög bragðmikill mæli ég með að bera hann fram með góðu rauðvíni eins og til dæmis Portúgalska rauðvíninu Flor de Crasto

_MG_1636

_MG_1637

_MG_1638

_MG_1639

_MG_1641

Dásamlegur saltfiskur

  • 700 g saltfisk hnakkar
  • um það bil 10-15 forsoðnar kartöflur
  • 30 g smjör
  • 1 lítill laukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 dl svartar ólífur, skornar í sneiðar.
  • ½ hvítlauksostur
  • ½ poki rifinn pizzaostur

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Val: Setjið vatn í pott, setjið salt fiskinn í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið fiskinn standa í pottinum í 3 mín.
  3. Á meðan suðan er að koma upp á fiskinum, skerið laukinn smátt niður, steikið hann á pönnu við vægan hita svo hann verði glær, rífið hvítlaukinn eða pressið í gegnum hvítlaukspressu og steikið á pönnunni í 1 mín.
  4. Skerið kartöflurnar í 4 hluta og setjið ofan í eldfast mót.
  5. Rífið salt fiskinn gróft niður, annað hvort soðinn eða hráan, ofan á kartöflurnar.
  6. Dreifið lauknum yfir fiskinn.
  7. Skerið smjörið í litla bita og dreifið yfir eldfasta mótið ásamt ólífunum.
  8. Rífið hvítlauksost og setjið yfir fiskinn ásamt rifnum pizzaosti.
  9. Bakið inn í ofni í 20 mín, stillið ofninn á grillið (mikilvægt að fylgjast vel með réttinum inn í ofninum þegar stillt er á grillið) og bakið í um það bil 2 mín eða þangað til osturinn er byrjaður að brúnast fallega.

_MG_1661

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ég minni þig á að fylgjast með mér á Instagram en þar er ég oft að elda og baka og sýni “step-by-step” frá matseldinni. Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5