Linda Ben

Heilsusamlegt hvítlauks, basil og brokkolí pasta

Recipe by
20 mín
| Servings: 2 manns

Í staðin fyrir hefðbundna rjómasósu þá setti ég hvítlauks hummus út á það og verð að segja að það hafi komið alveg þrælskemmtilega út. Ótrúlega einföld lausn, mjög bragðgott og auðvitað miklu hollara.

_MG_4536

_MG_4545

Heilsusamlegt hvítlauks, basil og brokkolí pasta

  • Tagliatelle pasta
  • 1 meðal stór haus brokkolí
  • salt og pipar
  • 2 msk ólífu olía
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 200 g hvítlaukshummus
  • 1 sítróna, börkur og safi
  • 1 búnt basil

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Skerið brokkolíið í minni bita, raðið á smjörpappír, hellið olíu yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið inn í ofninum í um það bil 15 mín. Snúið brokkolíinu allavega einu sinni á meðan það er inn í ofninum. Á meðan það er inn í ofninum þá geriði pastað tilbúið.
  3. Setjið vatn í pott og hitið að suðu. Setjið klípu af salti og skvettu af olíu útí ásamt pastanu, sjóðið í 2-3 mín. Takið frá 2,5 dl af pastasoðinu og hellið restinni frá. Geymið pastað í skál eða disk á meðan þið steikið hvítlauk á pönnunni.
  4. Skerið hvítlauksgeira smátt niður og steikið hann létt upp úr olíu á pönnunni. Bætið hummusnum út á, rífið börkinn af sítrónunni út á og kreystið helminginn af safanum út á. Blandið saman og bætið brokkolíinu út á, skerið nokkur basil lauf og setjið út á. Blandið pastanu saman við svo sósan þekji pastað vel, gott að bleyta svolítið upp í sósunni með pastavatninu. Skreytið með heilum basil laufum. Gott að setja smá skvettu af ólífu olíu yfir í lokin.

_MG_4538

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_4549

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5