Linda Ben

Ilmandi hátíðar kaffi

Recipe by
| Servings: Í samstarfi við Nespresso

Ég veit ekkert betra en að fá mér góðan kaffibolla, í hreinskilni sagt gæti ég ekki komist í gegnum daginn án þess.

Núna þegar jólin nálgast finnst mér æðislegt að útbúa ilmandi hátíðar kaffi og bjóða svo góðum vinkonum í kaffi og smákökur eða súkkulaði.

Ilmandi jóla kaffibolli

Ilmandi jóla kaffibolli

Húsið ilmar alltaf svo ótrúlega vel þegar ég geri þetta kaffi, kemur manni alveg í rétta jóla andann!

Ilmandi hátíðar kaffi

Uppskriftin miðast við 4 bolla

  • 4 dl mjólk
  • ½ tsk kanill
  • ¼ tsk negull
  • ¼ tsk múskat
  • ½ tsk engifer
  • 1 msk sykur
  • G-mjólk (eða önnur mjólk sem freyðist vel)
  • Kaffi
  • Súkkulaði flögur

Aðferð:

  1. Setjið mjólkina í lítinn pott ásamt kryddum og sykri. Hitið við vægan hita í 30 mín, passið að láta alls ekki sjóða.
  2. Hellið upp á kaffi, hellið krydd mjólkinni upp ¾ hluta af bollanum.
  3. Setjið G-mjólk í mjólkurflóaran og hellið í bollan svo hann fyllist, setjið örlítið af súkkulaði flögum yfir til að skreyta.

Ilmandi jóla kaffibolli

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5