Linda Ben

Lakkrís súkkulaðihjúpuð jarðaber

Recipe by
20 mín

Eitt það besta sem ég hef smakkað lengi eru þessi lakkrís súkkulaðihjúpu jarðaber. Ég notaði sem sagt lakkrís súkkulaðið frá Omnom sem er eitt það besta frá þeim að mínu mati.

_MG_4333

Það er mikilvægt að bræða súkkulaðið mjög varlega yfir vatnsbaðinu og passa að hita það ekki of hratt, maður vill nefninlega alls ekki eiga minnstu hættu á að brenna það.

Þegar jarðaberin eru skoluð er mjög mikilvægt að þerra þau mjög vel og vandlega þar sem vatn eyðileggur súkkulaðið.

Ég miða við að um það bil 100 g hjúpi 12 ber, að sjálfsögðu fer það eftir stærð berjanna, verið því tilbúin með meira súkkulaði við höndina ef ykkur finnst vanta.

_MG_4362

Lakkrís súkkulaðihjúpuð jarðaber, brún

  • 12 jarðaber
  • 1 ½ – 2 plötur lakkrís súkkulaði frá Omnom
  • Gróft lakkrísduft frá Johan Bulow

Lakkrís súkkulaðihjúpuð jarðaber, hvít

  • 12 jarðaber
  • 100-150 g hvítt súkkulaði
  • Gróft lakkrísduft frá Johan Bulow

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott og látið skál ofan á pottinn en passið að skálin snerti ekki vatnið.
  2. Skolið jarðaberið og þerrir hvert og eitt mjög varlega svo enginn vatnsdropi sé eftir.
  3. Kveikið undir pottinum og látið lakkrís súkkulaðið ofan í skálina. Notið litla sleikju eða skeið til að hræra varlega í súkkulaðinu svo það hitni ekki of mikið á einum stað og of lítið á öðrum.
  4. Þegar súkkulaðið er nánast allt bráðnað slökkviði þá undir pottinum og hrærið þangað til allt hefur bráðnað.
  5. Dýfið einu jarðaberi ofan í í einu og hjúpið það, látið umfram súkkulaðið leka aftur ofan í skálina og setjið það svo á smjörpappír, dreifið grófu lakkrísdufti ofan á.
  6. Þrífið skálina og þurrkið hana einstaklega vel, endurtakið skref 1-5 fyrir hvíta súkkulaðið.

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

 Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

_MG_4333

Njóttu vel!

Þín, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5