Linda Ben

Rósmarín & lime kjúklingaréttur í einu fati

Recipe by
1 klst og 10 mín
Prep: 10 mín | Cook: 1 klst | Servings: 3 - 4 manns

Einfaldur og ljúffengur kjúklingaréttur sem krefst ekki mikillar fyrirhafnar hljómar alltaf vel. Þú einfaldlega raðar grænmetinu ofan í stórt eldfast mót ásamt kjúklingnum og setur inn í ofn. Þú getur svo slakað á á meðan maturinn eldar sig sjálfur, þvílíkt dekur!

Einfaldur rósmarín og lime kjúklingaréttur í einum potti

Í þennan rétt notaðist ég við cremini sveppi en þeir eru kjötmeiri, þéttari og bragðmeiri en venjulegir hvítir sveppir. Svolítið eins og litlir portobello sveppir ef þið hafið smakkað þá. Alveg virkilega góðir og mæli ég með að þið smakkið! Lime-ið gerir mjög mikið fyrir þennan einfalda rétt sem er fullur af hollu grænmeti og tekur hann upp á næsta stig. Það er gott að dreyfa hvítlauks-lime dressingunni vel yfir kjúklinginn og grænmetið svo það dragi í sig bragðið

Einfaldur rósmarín og lime kjúklingaréttur í einum potti

Einfaldur rósmarín og lime kjúklingaréttur í einum potti

Innihald:

  • 1 heill kjúklingur
  • 2 sætar kartöflur
  • 10 cremini sveppir
  • 1 haus brokkolí
  • 2 dl ólífu olía
  • salt og pipar
  • 4 – 5 stönglar ferskt rósmarín
  • 2 lime
  • 10 hvítlauks geirar

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200°C og dreyfið 1/2 dl ólífu olíu í botninn á stóru eldföstu móti.
  2. Skrælið sætu kartöflurnar og skerið þær í um það bil 1,5 cm sneiðar, dreyfið sneiðunum í botninn á eldfasta mótinu, skiljið eftir smá pláss fyrir kjúklinginn.
  3. Kryddið kjúklinginn með salt og pipar og setjið kjúklinginn ofann í eldfasta mótið.
  4. Dreyfið sveppum og brokkolí yfir kartöflurnar.
  5. Maukið 10 hvítlauksgeira í hvítlaukspressu eða litla Nutribullet glasinu.
  6. Setjið 1,5 dl ólífu olíu í skál ásamt hvítlauksmaukinu, safa úr 1 lime, lauf af 2 rósmarín stönglum, 1/2 stk salt og 1/2 tsk pipar. Blandið saman og dreyfið yfir kjúklinginn og grænmetið.
  7. Skerið niður 1 lime og dreyfið yfir kjúklinginn ásamt restinni af ferska rósmaríninu.
  8. Leggið álpappír yfir kjúklinginn og hafið inn í ofni í 30 mín, takið álpappírinn af og leyfið kjúklingnum að vera inni í 30 lengur eða þangað til hann er full eldaður.

Einfaldur rósmarín og lime kjúklingaréttur í einum potti

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í Kosti.

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5