Hér er að finna hættulega góðar súkkulaði smákökur fylltar með saltri karamellu sem þú munt elska!
Söltu kramellurnar keypti ég tilbúnar út í búð, notaðu þínar uppáhalds karamellur!
Salt karamellu fylltar súkkulaði smákökur
- 150 g smjör
- 300 g hveiti
- ½ tsk matarsódi
- ½ tsk vanillusykur
- ¼ tsk sjávar salt
- 150 g ljós púðursykur
- 100 g sykur
- 1 egg
- 1 eggjarauða
- 2 msk nýmjólk
- 70 g brætt súkkulaði
- 70 g súkkulaði bitar
- 1 poki saltar karamellur
Aðferð:
- Bræðið smjörið og leyfið þvi að kólna svolítið.
- Blandið saman hveiti, matarsóda, vanillu og salti í skál.
- Setjið sykurinn, púðursykurinn og smjör saman í hrærivélaskál og hrærið vel saman.
- Bætið eggjunum út í sykurblönduna ásamt mjólkinni og blandið vel saman við.
- Setjið hveitiblönduna út í varlega og hrærið vel saman við.
- Bræðið súkkulaðið og blandið því mjög létt saman við deigið, mér finnst fallegra að hræra lítið og hafa deigið smá tvílitt.
- Skerið súkkulaði niður og blandið því saman við deigið.
- Kveikið á ofninum og stillið á 190°C.
- Takið 1 msk af deigi, búið til kúlu og fletjið hana létt niður, takið eina karamellu úr umbúðunum og setjið á flatta deigið, takið þá aðra matskeið af deigi og notið það til að fela karamelluna, lokið hliðunum með því að klemma deigið saman.
- Setjið kúlurnar á smjörpappír á ofnbakka og látið vera um það bil 5 cm á milli hverrar kúlu.
- Bakið í um það bil 10 mín, takið út úr ofninum þegar þær eru byrjaðar að verða gullnar á litinn og takið þá strax úr ofninum og setjið á grind svo þær byrji að kólna strax.
Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category:
Nei ok namm! Takk fyrir þessa uppskrift 🙂