Það jafnast ekkert á við fallegan ostabakka og gott rauðvínsglas með. Hvort sem það er forréttur eða eftirréttur þá slær ostabakki alltaf í gegn.
Það er svo skemmtilegt að skreyta ostabakka og alveg hægt að gleyma sér við þá iðn, þeir hafa nefninlega svo mikla möguleika og nánast endalaust hægt að nostra við þá. Hvort sem bakkarnir eru litlir og sætir eða stórir og veigamiklir eins og þessi.
Þessi tiltekni bakki er fremur einfaldur, hefur að geyma fjórar mismunandi ostategundir, Chorizo, Ritz kex, en það sem gerir bakkan svona veigamikinn eru öll berin og ólífurnar. Fyrir mér er það skemmtilegra og meira lifandi að vera ekki með skálar undir berjunum heldur leyfa fegurð þeirra að njóta sín og skreyta bakkann.
Stórkostlegur ostabakki
- Gull ostur
- Brie
- Mexíkó ostur
- Cheddar
- Chorizo
- Ritz kex
- Bláber
- Grænar heilar ólífur
- Kirsuber
Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben
Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!
Njóttu vel!
Þín, Linda Ben