Linda Ben

Virkilega einfaldur og ferskur lax með jarðaberja salsa

Recipe by
30 min
Prep: 10 mín | Cook: 20 mín | Servings: 3 manns

Hér er að finna alveg ótrúlega einfaldan, fljótlegan og sumarlegan fiskrétt sem tekur bragðlaukana í ferðalag.

Fullkominn réttur til þess að hafa í matinn þegar tíminn er naumur eða bara þegar maður vill hafa sérstaklega lítið fyrir matnum án þess að það komi niður á bragði og hollustu.

ferskur og bragðmikill lax með jarðaberja salsa

ferskur og bragðmikill lax með jarðaberja salsa

Virkilega einfaldur og ferskur lax með jarðaberja salsa

  • 800 g lax
  • salt
  • sítrónu pipar
  • ½ krukka fetaostur
  • franskar baunir
  • 10 jarðaber
  • 1 stk vorlaukur
  • safi úr ½ lime

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC.
  2. Skerið laxinn í bita og kryddið hann vel með salti og sítrónu pipar eftir smekk. Setjið franskar baunir með í eldfasta mótið, kryddið þær líka örlítið. Setjið fetaost yfir laxinn og frönsku baunirnar, bakið inn í ofni í um það bil 20 mín eða þangað til laxinn er eldaður í gegn.
  3. Á meðan laxinn er inn í ofninum útbúið þá jarðaberja salsað með því að skera jarðaberin í bita og vorlaukinn smátt niður. Blandið því saman í skál og kreystið hálfa lime yfir.

ferskur og bragðmikill lax með jarðaberja salsa

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Category:

2 Reviews

  1. Ásta

    Ég prófaði þennann í gær og hann er mjög góður 🙂

    Star
  2. inga rós

    Gerðum þennan núna í kvöld…. algjört nammi 🙂

    Star

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5