Linda Ben

Lífstíll

Náttúruleg filma til að geyma matvæli

No Comments

Ég má til með að deila með ykkur algjörri snilld. Ég hef undanfarið hef verið að nota Bee’s wrap í staðin fyrir plastfilmu til þess að geyma matvæli. Mér finnst mikilvægt að minnka plast notkun sem allra mest. Það er rosalegt hvað plast er að skaða jörðina okkar mikið og þess vegna líður mér alls ekki vel með að nota plast.

Continue reading

Skírnarveisla frá A-Ö

No Comments

Systurdóttir mín var skírð um daginn og fékk systir mín mig til þess að aðstoða hana í undirbúningnum. Ég tel mig nokkuð vana að undirbúa veislur þar sem við afmælisveislur sonarins hafa yfirleitt endað eins og ágætis fermingarveislur. Mér fannst því ekki mikið mál að aðstoða systir mína í þessu og hafði virkilega gaman að. Í undirbúningnum ákvað ég að punkta hjá mér hluti sem þurfti að hafa í huga fyrir skírnina. Í þessari tilteknu veislu voru um 50 gestir og því miðast veitingarnar við þann fjölda.

Continue reading

Rómantískt vegghengi

No Comments

Ég hef verið alveg hrikalega skotin í vegghengjum undanfarið og hef lengi haft augun opin fyrir þeim. Um daginn rakst ég á íslenska síðu sem heitir MARR sem selur alveg guðdómlega falleg vegghengi. Það eru hjón sem standa á bak við síðuna, þau Ninna og Pálmi. Þau framleiða vegghengi, blómahengi og vegghillur. Vörurnar hjá þeim eru hnýttar með aldagamalli macramé aðferð og það er auðsjánalegt hversu mikinn metnað og ástríðu þau setja í vörurnar sem þau framleiða.

Continue reading

Nýtt inn! Loksins stofuhillur

No Comments

Lengi vel var þetta horn á heimilinu kallað “vandræðalega tóma hornið” þar sem ég hreinlega gat ekki ákveðið mig hvað ég vildi setja í það. Þó svo að ég segi vandræðalega tómt þá var það nú ekki alveg tómt en það var greinilegt að hlutirnir sem voru þar, voru ekki þar til frambúðar og nutu sín ekki til fulls.

Continue reading

Vor borðskreyting

No Comments

Eldhúsið okkar er stórt og rýmir marga þannig þegar við vinahópurinn höldum matarboð þá endum við oft á því að halda það heima hjá okkur. Ég er því orðin nokkuð vön að halda matarboð og hef virkilega gaman að því. Yfirleitt þegar við höfum matarboð þá hjálpumst við að við matseldina og höfum æðislega gaman.

Um helgina þá hittumst við einmitt og héldum stórkostlegt matarboð. Áður en allir komu hafði ég gefið mér góðan tíma í að skreyta matarborðið og gera það fallegt.

Continue reading