Linda Ben

3 bragðgóðar hugmyndir að nesti

3 bragðgóðar hugmyndir að nesti.

Núna er rútínan farin á fullt aftur og margir að huga að nestishugmyndum, því fannst mér upplagt að deila með ykkur nokkrum skotheldum samloku uppskriftum sem slá alltaf í gegn hér á heimilinu.

Hér erum við nokkuð fjölbreyttar hugmyndir, eitthvað sem allir eiga eftir að elska. Langloka með reyktri og silkiskorinni kjúklingabringu, pítusósu, eggi og agúrku. Þessi er í algjöru uppáhaldi hjá minni 5 ára og biður um hana oftar en ég þori að viðurkenna. Svo er sælkerasamlokan hönnuð með son minn i huga (11 ára) sem er mikill sælkeri. Hún saman stendur af súrdeigsbrauði með sætu sinnepi, grænu pestó, klettasalati, rauðvíns salami og brie. Það er svo ekki hægt að taka saman nestishugmyndir án þess að nefna klassísku flatkökurnar með skólakæfunni. Eitthvað sem held ég allir íslendingar þekkja og fá hlýja nostalgíutilfinningu við tilhugsunina um.

3 bragðgóðar hugmyndir að nesti

3 bragðgóðar hugmyndir að nesti

3 bragðgóðar hugmyndir að nesti

Langloka með kjúklingaáleggi

  • Langlokubrauð
  • Heimatilbúin pítusósa
  • Kjúklingabringa reykt og silkiskorin frá SS
  • 1 harðsoðið egg
  • Agúrkusneiðar
  • Snakk paprikur
  • Appelsínusneiðar

Aðferð:

  1. Skerið langlokubrauðið endilangt og smyrjið með pítusósu. Setjið skinkuna á brauðið ásamt sneiddu eggi og agúrkusneiðum.
  2. Gott að bera fram með snakk paprikum og appelsínusneiðum.

3 bragðgóðar hugmyndir að nesti

3 bragðgóðar hugmyndir að nesti

3 bragðgóðar hugmyndir að nesti

Sælkerasamloka

  • Súrdeigsbrauð
  • Hunangssinnep
  • Grænt pestó
  • Rauðvíns salami frá SS
  • Klettasalat
  • Brie
  • Litlar súrar gúrkur
  • Kartöfluflögur með salti.

Aðferð:

  1. Smyrjið aðra brauðsneiðina með sætu sinnepi og hina með grænu pestó.
  2. Setjið vel af klettasalati á brauðið og rauðvíns salami yfir.
  3. Skerið brie í sneiðar og setjið á samlokuna, lokið samlokunni.
  4. Gott að bera fram með litlum súrum gúrkum og kartöflulögum með salti.

3 bragðgóðar hugmyndir að nesti

3 bragðgóðar hugmyndir að nesti

3 bragðgóðar hugmyndir að nesti

Klassíska skólakæfu nestið

  • Flatkökur
  • Skólakæfa frá SS
  • Harðsoðið egg
  • Epli

Aðferð:

  1. Smyrjið tvær flatkökur með skólakæfu, lokið saman og skerið í helminga.
  2. Berið fram með harðsoðnu eggi og epli.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

3 bragðgóðar hugmyndir að nesti

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5