Linda Ben

4 hugmyndir af jólalegum laufabrauðs snittum

Recipe by
| Servings: Færslan er kostuð af Ömmubakstri

Laufabrauð þekkja lang flestir íslendingar og er hluti af órjúfanlegri jólahefð þeirra flestra.

Það vita það hins vegar ekki allir að laufabrauð er alveg ótrúlega gott með fjölmörgu áleggi. Mér finnst það því nánast skylda mín, sem eigandi uppskriftarsíðu sem fjölmargir Íslendingar skoða á hverjum einasta degi, að láta vita af þessari snilld!

Ég ákvað að mynda fjórar af mínum uppáhalds álegg+laufabrauð samsetningum en útfærslurnar eru að sjálfsögðu miklu fleiri. Ég hvet þig til þess að kaupa þér dós af laufabrauði, kippu af jólaöli, að minnsta kosti eina týpu af eftirfarandi áleggi og komast í almennilegan jólafýling snemma í ár, það er svo kósý!

4 nýjar hugmyndir jólalegar snittur

Hugmynd 1: Laufabrauð með rækjusalati

4 nýjar hugmyndir jólalegar snittur

Hugmynd 2: Laufabrauð með karrý síld

4 nýjar hugmyndir jólalegar snittur

Hugmynd 3: Laufabrauð með hangikjöti og baunasalati

4 nýjar hugmyndir jólalegar snittur

Hugmynd 4: Laufabrauð með graflaxi og graflaxsósu

4 nýjar hugmyndir jólalegar snittur

Mér þætti líka svo gaman að heyra hvað þér finnst best ofan á laufabrauð, endilega skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan af þinni uppáhalds samsetningu svo við hin getum líka prófað! 🙂

4 nýjar hugmyndir jólalegar snittur

Fylgstu með á Instagram

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben.

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5