Linda Ben

Æðislegt basil pestó

Recipe by
15 mín
| Servings: 300 ml

Basil pestó er í miklu uppáhaldi hjá mér, ég elska að smyrja því ofan á brauð með avocado, á snittubrauð með hvítmygluosti eða nota það sem marineringu á kjúkling.

Þessi uppskrift er ótrúlega góð og mæli ég með að þið prófið. Hún er frekar stór en það er gott að skipta pestóinu í tvær krukkur og setja aðra þeirra í frystinn, passið að fylla ekki alveg krukkuna sem fer í frystinn eða nota plast dollu.

Æðislegt basil pestó

Innihald:

  • 1 dl valhnetur
  • 1 dl furuhnetur
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1 stórt búnt basil (þrjár góðar lúkur)
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • 2 dl extra virgin ólífu olía
  • 1 dl parmesan ostur

Aðferð:

  1. Maukið valhnetur, furuhnetur og hvítlauk í Nutribullet eða matvinnsluvél.
  2. Setjið basilið út í blönduna og baukið það með.
  3. Kryddið með salt og pipar.
  4. Bætið ólífu olíunni hægt út í maukið, ef notast er við matvinnsluvél er olíunni hellt í maukið á meðan vélin er í gangi.
  5. Bætið við parmesanostinum og blandið varlega saman við.

Æðislegt basil pestó

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5