Þessi einfaldi ítalski eftirréttur er klassískur og ljúffengur. Fullkominn til þess að hafa það kósí yfir jólin og njóta saman.
Ég smakkaði þennan eftirrétt fyrst þegar við vorum á Ítalíu og varð algjörlega ástfangin af honum og því varð ég hreinlega að deila honum með ykkur. Uppskriftin er svo einföld sem er algjör snilld. Upprunalega er Affogato með vanilluís en kaffi og karamellu Mjúkísinn gerir þennan rétt ennþá betri.
Uppskrift miðast við einn bolla.
Affogato – ítalskur kaffi ísréttur á 2 mínútum
- Tvær ískúlur með kaffi & karamellubragði
- Eitt skot af espresso (heitt)
Aðferð:
- Setjið ísskúlur í kaffibolla
- Hellið yfir heitum espresso. Einfaldara gerist það ekki.
Þangað til næst!
Ykkar, Linda Ben
Category: