Avocadóbrauð á 3 vegu.
Avókadóbrauð er klassík sem klikkar aldrei, einfalt, nærandi og svo auðvelt að laga að því sem manni langar í hverju sinni. Hér eru þrjár ólíkar útgáfur sem henta jafnt í brunch, léttan hádegismat eða þegar þú vilt gera eitthvað aðeins meira úr brauðinu.
Allt byggir á góðu súrdeigsbrauði og akkúrat rétt þroskuðu avókadói frá Náttúru, svo bætum við annars vegar fersku caprese-twisti, hins vegar lax, rjómaosti og hleyptu eggi, og að lokum klassísku eggi og beikoni með smá chili-kikki.
Sama grunnur, þrír alveg ólíkir réttir 🥑✨
Avocadóin frá Náttúru eru alveg einstök að því leyti að þau eru þroskuð við sérstakar aðstæður sem gerir það að verkum að þau eru alltaf fallega græn og akkúrat rétt mjúk út í búð. Þau endast líka ótrúlega vel í kæli svo það er alveg óþarfi vera stressaður um að þurfa að borða þau um leið og maður kemur heim úr búðinni.
Mér finnst gaman að segja frá því að við gerð þessarar uppskriftar fékk ég senda nokkra pakka af avocadóum og opnaði ég þau fyrir forvitnissakir. Það kom mér ótrúlega skemmtilega á óvart að hvert einasta avocadó sem ég opnaði var alveg fullkomið. Fallega grænt og akkúrat rétt mjúkt. Ég hef bara aldrei upplifað annað eins og því þykir mér gaman að segja frá þessu.
Avocadóin frá Náttúru fást í Nettó, Fjarðarkaup og Bónus.






Avocadóbrauð á 3 vegu
Avocadó caprese brauð
- Súrdeigsbrauð
- 1 Avocakó frá Náttúru
- Mozzarella perlur
- Litlir tómatar
- Fersk basilíka
- Balsamikgljái
- Salt
Aðferð:
- Ristið súrdeigsbrauðið, skerið avocadóið í helming og fjarlægið steininn úr því.
- Setjið avocadóið á brauðið og stappið það á brauðinu.
- Skerið tómata í helminga og setjið á brauðið ásamt mozzarella perlum.
- Skerið basilíkuna í strimla og dreifið yfir brauði, hellið einnig balsamikgljáa yfir og saltið.

Avocadó lax og rjómaostur
- Súrdeigsbrauð
- Rjómaostur
- Avocadó frá Náttúru
- Reyktur lax
- Egg
- Salt og pipar
- Baunasprettur
Aðferð:
- Útbúið hleypt egg með því að setja vatn í pott og 1 msk edik.
- Þegar suðan er komin upp skuliið þið lækka aðeins undir svo vatnið sé rétt svo sjóðandi rólega.
- Opnið eggið í dl mál og hellið því rólega í pottinn, leyfið egginu að soðna ofan í pottinum í 3 1/2 mín, takið upp úr með stórri skeið.
- Ristið súrdeigsbrauðið og smyrjið rjómaostinum á það.
- Skerið avocadó í sneiðar og raðið á brauðið.
- Skerið laxinn í sneiðar og raðið á brauðið. Setjið hleyta eggið ofan á.
- Kryddið með salti og pipar og toppið með baunasprettum.

Avocadó egg og beikon
- Súrdeigsbrauð
- Chillíolía Avocadó frá Náttúru
- Beikon
- Egg
- Salt og pipar
Aðferð:
- Steikið beikon á pönnu þar til tilbúið, takið af pönnunni og steikið svo eggið.
- Ristið súrdeigsbrauuðið og smyrjið svolítið af chillíollíu yfir.
- Skerið avacadóið í sneiðar og raðið á brauðið.
- Setjið egg og beikon yfir, kryddið með salti og pipar.



