Linda Ben

Bakaðar gulrætur með kryddjurta hvítlaukssósu

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið í samstarfi við Veru Örnudóttir

Bakaðar gulrætur með kryddjurta hvítlaukssósu er virkilega gott meðlæti með hvaða rétti sem er. Kryddjurta hvítlaukssósan er ferks og bragðmikil, hún hentar sömuleiðis með mjög mörgu og um að gera að nota hana mikið. Ég nota þessa sósu til dæmis í grænmetisvefjurnar, þessi sósa passar sömuleiðis vel með falafel bollunum eða hnetusteikinni.

Bakaðar gulrætur með kryddjurta hvítlaukssósu

Bakaðar gulrætur með kryddjurta hvítlaukssósu

Bakaðar gulrætur með kryddjurta hvítlaukssósu

Bakaðar gulrætur með kryddjurta hvítlaukssósu

  • Gulrætur
  • Ólífu olía
  • Salt
  • 2 tsk púðursykur
  • Furuhnetur

Kryddjurta hvítlaukssósa

  • 2 msk hafra jógúrt að grískum hætti frá Veru Örnudóttir
  • 2 msk fersk steinselja (+meira til að skreyta réttinn með)
  • 1 msk ferskt dill
  • 1 hvítlauksrif
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 1 tsk dijon sinnep
  • 1 msk hlynsíróp

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Snyrrtið gulrræturnar og setjið þær í eldfastmót, dreifið yfir þær ólífu olíu, salti og púðursykri.
  3. Bakið í a.m.k. 30 mín en tíminn fer algjörlega eftir þykkt gulrótanna svo þið þurfið að fylgjast með þeim, gott er að stinga gaffli í þær til að kanna hvort þær eru mjúkar í gegn.
  4. Setjið öll innihaldsefnin fyrir sósuna í blandara og blandið þar til orðið að sósu. Hellið sósunni á disk og setjið bökuðu gulræturnar yfir.
  5. Dreifið furuhnetum yfir og skreytið með ferskri steinselju.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5