Linda Ben

Bakaður camembert í marmelaði með stökkum pekanhnetum

Recipe by
20 mín
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM | Servings: 2 manns

Bakaður camembert í marmelaði með stökkum pekanhnetum er svo svakalega góður réttur. Bæði sem forréttur og líka dásamlegt að njóta með góðu freyðivínsglasi með einhverjum sem þykir vænt um.

Appelsínu marmelaðið gefur ostinum svolítið jólalegt yfirbragð svona aðeins til að þjófstarta jólagleðinni.  Berið fram með nýbökuðu baguette brauði.Bakaður camembert í marmelaði með stökkum pekan hnetum

Bakaður camembert í marmelaði með stökkum pekan hnetum

Bakaður camembert í marmelaði með stökkum pekan hnetum

Bakaður camembert í marmelaði með stökkum pekan hnetum

  • Camembert
  • 2 msk appelsínu marmelaði frá St. Dalfour
  • 1 lúka pekanhnetur
  • Baguette brauð

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið camembert ostinn í lítið eldfatsmót, skerið rákir grunnt í hann að ofan (skerið ekki alveg i gegn) fyrst þvert og svo beint svo myndist tíglar (sjá myndband hér fyrir ofan).
  3. Setjið vel af marmelaði yfir ostinn.
  4. Skerið pekanheturnar svolítið niður og setjið ofan á ostinn.
  5. Bakið í 20 mín eða þar til osturinn er bráðnaður í gegn.
  6. Berið fram með baguette.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Bakaður camembert í marmelaði með stökkum pekan hnetum

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5