Linda Ben

Bananabollakökur án mjólkur og eggja

Recipe by
1 klst
| Servings: 20 bollakökur

Þessar bananabollakökur eru alveg dásamlega góðar.

Bollakökurnar eru úr ljúffengu bananadeigi sem svipar til bananabrauðs, einstaklega mjúkar og svampkenndar. Kremið er smjörkrem með bræddu bananapralín súkkulaði sem er svakalega gott. Súkkulaðið er dökkt og passar svo vel saman við bananapralín fyllinguna. Bananapralín súkkulaðið er án mjólkurvara og eggja og því ákvað ég að hafa bollakökurnar einnig án mjólkurvara og eggja. Þær henta því vel fyrir alla, ofnæmispésa og þá sem eru vegan.

Bananabollakökur án mjólkur og eggja

Bananabollakökur án mjólkur og eggja

Bananabollakökur án mjólkur og eggja

Bananabollakökur án mjólkur og eggja

Bananabollakökur án mjólkur og eggja

  • 230 g maukaðir bananar (u.þ.b. 1 1/2 banani)
  • 50 g kókosolía
  • 240 ml möndlumjólk eða önnur plöntumjólk
  • 1 msk eplaedik
  • 2 tsk vanilludropar
  • 350 g hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2. tsk matarsódi
  • 2 tsk lyftiduft
  • 200 g sykur

Bananasúkkulaðismjörkrem

  • 300 mjúkt smjörlíki eða annað vegan smjör
  • 500 g flórsykur
  • 200 g Síríus pralín súkkulaði með bananafyllingu (100 g til viðbótar sem skraut en má sleppa)

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið 175°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið maukaða banana, kókosolíu, plöntumjólk, eplaedik og vanilludropa í skál, hrærið saman.
  3. Bætið hveiti, salti, matarsóda, lyftidufti og sykri út í skálina og hrærið saman.
  4. Setjið pappírsbollakökuform í bollakökuálbakka og fyllið hvert form upp 2/3 formsins, bakið kökurnar inn í ofni í u.þ.b. 20 mín eða þar til þær eru bakaðar í gegn.
  5. Bræðið pralín súkkulaðið yfir vatnsbaði, leyfið því á kólna á meðan þið hrærið smjörið.
  6. Setjið smjörlíki eða annað vegan smjör í skál og þeytið það vel, bætið flórsykrinum út í það og þeytið mjög vel saman við. Bætið brædda pralín súkkulaðinu út í og þeytið.
  7. Setjið stóran opinn stjörnustút í sprautupoka og fyllið hann af kremi. Sprautið kreminu á kökurnar og skreytið með pralín súkkulaðibitum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Bananabollakökur án mjólkur og eggja

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5