Linda Ben

Berja súkkulaðitart

Hér höfum við dásamlega góða súkkulaðiböku sem þarf ekki að baka. Súkkulaðilagið er úr ljúffenga barón súkkulaðinu með núggatín möndlum og sjávarsalti sem er algjörlega himneskt í þessari böku, stökku möndlubitarnir og saltið gera hana ómótstæðilega.

Barón berja súkkulaðitart Barón berja súkkulaðitart

Barón berja súkkulaðitart

Barón berja súkkulaðitart

  • 300 g kremkex
  • 120 g smjör
  • 1/2 dl sælkerabaksturs kakóduft
  • 300 g Síríus 56% súkkulaði
  • 200 g rjómi
  • Ber, til dæmis jarðaber, brómber, bláber og kirsuber í bland eða þau ber sem þér þykir best

Aðferð:

  1. Myljið kremkex í mjöl og setjið í skál, bætið kakói í skálina, bræðið smjörið og blandið öllu saman.
  2. Smyrjið 22 cm smelluform og setjið á kökudisk. Pressið blönndunni í botninn og aðeins upp á kanta smelluformsins.
  3. Hitið rjóma í potti, nánast að suðu, slökkvið undir pottinum.
  4. Brjótið súkkulaðið ofan í pottinn og hrærið þar til allt hefur bráðnað.
  5. Hellið súkkulaðibráðinni ofan í formið og setjið inn í ísskáp í u.þ.b. 1-2 klst eða þar til súkkulaðið hefur stirðnað í gegn.
  6. Skreytið með berjum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

Barón berja súkkulaðitart

 

 

 

 

 

Barón berja súkkulaðitart

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5