Linda Ben

Berjabombu póteinís – Ninja creami uppskrift og gjafaleikur

Recipe by
24 klst
Cook: Unnið í samstarfi við Örnu Mjólkurvörur

Berjabombu póteinís – Ninja creami uppskrift og gjafaleikur

Ég verð að viðurkenna að ég var mjög skeptísk á Ninja creami og var þess vegna mjög sein að hoppa á þennan vagn. Ég hélt einhvernveginn að ég gæti bara fengið nákvæmlega sömu útkomu með blandara. Núna þegar ég hef prófað verð ég að segja að þetta er bara ekkert líkt þeim ís sem ég hef verið að gera með blandara. Útkoman er svo miklu mýkri, ísinn meira frosinn og þéttur í sér.

Það er hægt að gera svo mikið hollari ís heima með Ninja creami. Maður notar einfalega Örnu+ próteindrykkina sem grunn og setur það sem maður vill út í.

Í þennan ís setti ég jarðaberja Örnu+ fyrir prótein og bragð. Mangó og jarðaber fyrir bragð. Döðlur og banana fyrir sætu. Svo til að fá áferðina ennþá rjómakenndari þá setti ég Haustjógúrtið með aðalbláberjunum en það er með einstaklega rjómkennda áferð.

Þessu blandar maður saman fyrst í blandara og hellir svo í Ninja creami glas. Best er að frysta blönduna í a.m.k. 24 klst til að fá alveg gegnum frosinn ís sem helst frosinn eftir blöndun. Svo setur maður glasið í Ninja creami vélina og stillir á light ice cream. Eftir fyrsta “spin” er gott að taka hníf og renna honum meðfram glasinu til að losa um ísnálarnar sem myndast upp við glasið. Svo setur maður glasið aftur í vélina og ýtir á respin þar til maður er kominn með silki mjúka og dásamlega góða áferð á ísinn, mig minnir að ég hefi þurft að gera respinn 3x en þið metið það sjálf hvað þið viljið gera oft.

Inn á Instagraminu mínu er gjafaleikur í gangi núna þar sem ég er að gefa Ninja creami ísvél, kíkiði endilega á það og takið þátt ef þið eruð ekki ennþá búin að því.

Ninja creami uppskrift Berjabombu póteinís

Ninja creami uppskrift Berjabombu póteinís

Ninja creami uppskrift Berjabombu póteinís

Ninja creami uppskrift Berjabombu póteinís

Ninja creami Berjabombu póteinís

Berjabombu póteinís – Ninja creami uppskrift

  • 100 g frosið mangó
  • 100 g frosin jarðaber
  • 2 döðlur
  • 1/2 banani (má vera svolítið vel þroskaður)
  • 100 g haustjógúrt með aðalbláberjum frá Örnu Mjólkurvörum
  • 300 ml Arna+ próteindrykkur með jarðaberjabragði frá Örnu Mjólkurvörum

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefni saman í blandara og blandið þar til orðið að drykk.
  2. Hellið blöndunni í Ninja creami glas og frystið í a.m.k. 24 klst.
  3. Setjið glasið í Ninja creami vélina og stillið á light ice cream stillinguna. Takið glasið úr vélinni og skafið meðfram hliðunum á glasinu til að losna við ísnálar þar. Setjið glasið aftur í vélina og ýtið á respin, endurtakið þar til þið eruð komin með silki mjúka og dásamlega ljúffenga áferð á ísinn ykkar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Ninja creami uppskrift Berjabombu póteinís

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5