Bestu súkkulaðibitakökurnar.
Þessar súkkulaðibitakökur eru einstaklega góðar. Þær innihalda brúnað smjör, sem gefur þeim dýpra bragð, og extra mikið súkkulaði.
Þær eru klessilegar inní og stökkar að utan, ekki of þykkar en heldur ekki þunnar.
Bestu súkkulaðibitakökurnar
- 200 g smjör
- 200 g púðursykur
- 60 g sykur sykur
- 1 egg
- 1 eggjarauða
- 1 msk vanilludropar
- 1 tsk matarsódi
- 250 g hveiti
- 300 g súkkulaði
- Gróft salt
Aðferð:
- Byrjið á því að brúna smjörið með því að setja það í pott. Leyfið því að malla á vægum hita þar til að byrjar að brúnast, takið það þá strax af hitanum og leyfið því að kólna.
- Setjið kælda brúnaða smjörið í skál ásamt púðursykri og sykri í skál og þeytið þar til létt og ljóst.
- Bætið saman við eggjinu og eggjarauðunni og þeytið.
- Bætið saman við vanilludropunum.
- Blandið saman matarsóda of hveiti og bætið út í, hrærið aðeins þar til blandað.
- Skerið súkkulaðið niður og bætið út í deigið.
- Setjið deigið loftþétt ílát og kælið í 1 klst eða yfir nótt inn í ísskáp.
- Kveikið á ofninum og stillið á 175°, undir og yfir hita.
- Búið til 30 g kúlur úr deiginu og raðið þeim á smjörpappírsklædda ofnskúffu með góðu millibili og bakið í 11 mín. Eftir 7 mín, takið út úr ofninum og látið ofnskúffuna falla á borðplötuna til að kökurnar falli niður, setjið strax aftur inn í ofn, takið út þegar þær hafa verið inni í 9 mín og látið falla aftur á borðplötuna. Eftir 11 mín eiga endarnir að vera byrjaðir að brúnast en miðjan er ennþá vel mjúk. Takið þá út úr ofninum og k ælið kökurnar áður en þær eru borðaðar. Sáldrið örlitlu grófu salti yfir kökurnar.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: