Linda Ben

Brakandi ferkst salsa

Þetta brakandi ferska salsa er búið til úr fersku íslensku grænmeti og engu öðru. Það er nánast ótrúlegt hvernig hægt er að taka nokkur grænmeti, skera það niður og blanda saman og búa til svona ótrúlega góða salsa sósu. Það er enginn sykur, olía eða neitt annað sem er bætt út í þetta salsa, bara holla og góða íslenska grænmetið okkar upp á sitt allra besta!

brakandi og bragðgott ferskt salsa

Hægt er að bera þetta salsa með allakonar mat! Til dæmis smellpassar það með mexíkóskum mat en það er alls ekki síðra bara með maísflögum eins og er í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Algjört sælgæti og ekki skemmir fyrir hversu hollt og gott þetta er.

Uppskriftin er stór og hentug þegar margir eru að fara borða eins og í partýi, en ef það eru ekki margir að fara borða salsað er alveg óhætt að helminga uppskriftina.

Brakandi ferkst salsa

  • 1 rauðlaukur
  • 1 gul paprika
  • 2/3 gúrka
  • 10 tómatar
  • 1 fersk kóríander planta
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið rauðlaukinn og paprikuna mjög smátt niður.
  2. Skerið gúrkuna þvert í helming og hreinsið fræin úr henni, skerið svo mjög smátt niður.
  3. Skerið tómatana og blandið svo öllu saman í skál.
  4. Skerið kóríanderið niður (stilkana líka) og blandið því saman við.
  5. Kryddið með salti og pipar og hrærið saman við.

brakandi og bragðgott ferskt salsa

Ef þú prófar þessa uppskrift, þá þætti mér svo vænt um að heyra hvernig smakkast! Skildu endilega eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á myndinni á Instagram @lindaben

Ýttu hér til að fylgjast með á Instagram!

Ykkar, Linda Ben

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5