Brokkolí waldorfsalat er ný útgáfa af klassíska waldorfsalatinu sem við þekkjum flest öll. Brokkolísalat hefur verið virkilega vinsælt upp á síðkastið og því fannst mér upplagt að prófa gera smá tvist þar sem við fáum að njóta alls þess besta af þessum tveimur salötum.
Úkoman er virkilega bragðgóð og skemmtileg.
Brokkolí waldorfssalat
- Brokkolíhaus (meðalstærð)
- 2-3 epli
- 50 g valhetur
- Granateplakjarnar úr 1/3-1/2 granatepli
- 50 g dökkt súkkulaði
- Örlítið salt
- Sítrónusafi úr 1/2 sítrónu
- 1 dl majónes
- 2 dl þeyttur rjómi
Aðferð:
- Skerið brokkolíið smátt niður ásamt eplum, valhnettum og dökku súkkulaði, setjið í skál. Skiljið örlítið eftir af granateplakjörnunum og dökka súkkulaðinu til að skreyta með á eftir.
- Kjarnhreinsið granatepli og setjið kjarnana í skálina. Kryddið með örlitlu salti og kreistið sítrónusafa yfir. Blandið saman.
- Setjið mæjónesið út í skálina og blandið saman.
- Þeytið rjómann og blandið saman við. Skreytið með nokkrum granateplakjörnum og dökku súkkulaði.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: