Þeir sem mig þekkja vita hversu mikill orkustykkja sjúklingur ég er. Mér finnst það bara svo rosalega þægilegt að geta gripið í holl orkustykki þegar ég er svöng og að flýta mér, sem er alltof oft.
Þessi orkustykki eru stútfull af hollum ofurfæðum, eru seðjandi og virkilega bragðgóð! Maður er enga stund að skella í þessi orkustykki, en þau þurfa smá tíma til að storkna inn í ísskáp.
Það er mjög sniðugt að klæða hvert og eitt þeirra í smjörpappír og geyma inn í ísskáp. Svo þegar hungrið herjar á, á sama tíma og maður þarf að rjúka út úr húsi, er ekkert mál að kippa þessari yndislegu hollustu með sér. Orkustykkin geymast vel í viku í ísskáp.
Djúsí og mjúk ofurfæðis orkustykki með dökku súkkulaði
Uppskrift:
- 1 bolli valhnetur
- ½ bolli chia fræ
- ½ bolli hamp og hörfræja blanda frá Carrington Farms
- ½ bolli kókosmjöl
- ½ bolli rúsínur
- 2 bollar döðlur
- 1 msk kókosolía ef þarf
- 100 g dökkt súkkulaði
Aðferð:
- Setjið valhnetur, chia fræ, hamp og hörfræjablönduna og kókosmjölið í Nutribullet eða matvinnsluvél og vinnið vel saman.
- Bætið döðlunum og rúsínunum út í og maukið saman við.
- Ef þið viljið hafa orkustykkin aðeins blautari og mýkri þá bætiði við 1 msk af kókosolíu.
- Setjið smjörpappír í 20×20 cm form og þrýstið blöndunni ofan í.
- Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir blönduna.
- Kælið í ísskáp þangað til súkkulaðið hefur storknað.
- Skerið svo í um það bil 8 bita.
Category: