Linda Ben

Egg Benedikt og Egg Royal á ekta english muffins

Recipe by
30 mín
Cook: Unnið i smstafi við Smartco

Egg Benedikt og Egg Royal á ekta english muffins.

Ég treysti því að þið hafið flest smakkað Egg Benedikt, eða allavega heyrt um þann bragðgóða morgunverð. Það eru kannski ekki alveg eins margir sem hafa smakkað Egg Royal en sá réttur er í ennþá meira uppáhaldi hjá mér. Í egg Royal er beikoninu/skinkunni skipt út fyrir reyktan lax sem kemur svakalega vel út.

Það er eitt sem hefur alltaf vantað á íslandi til að gera alvöru egg Benedikt en það er að sjálfsögðu English muffins. Núna er LOOOKSINS er hægt að kaupa English Muffins í búðunum hér heima og ég gæti ekki verið hamingjusamari með það.

Þú finnur English muffins í frystinum í flestum matvörurverslunum, eins og til dæmis Krónunni, Bónus og í Hagkaup.

Egg benedikt og Eggg royal á ekta english muffin

Egg benedikt og Eggg royal á ekta english muffin

Egg benedikt og Eggg royal á ekta english muffin

Egg benedikt og Eggg royal á ekta english muffin

Egg benedikt og Eggg royal á ekta english muffin

Egg benedikt og Eggg royal á ekta english muffin

Egg benedikt og Eggg royal á ekta english muffin

Egg Benedikt

  • Manhattan english muffins
  • Egg
  • 1 tsk edik
  • Þykkt beikon (má líka nota góða skinku)
  • Hollandaise sósa
  • Salt og pipar
  • Sprettur

Egg Royal

  • Manhattan english muffins
  • Egg
  • 1 tsk edik
  • Reyktur lax (úr landeldi)
  • Hollandaise sósa
  • Salt og pipar
  • Sprettur

Hollandaise sósa

  • 2 eggjarauður
  • 200 g smjör
  • 1 tsk sítrónusafi
  • 2 tsk vatn
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið.
  2. Setjið eggjarauðurnar í hrærivél (eða í skál með handþeytara) ásamt sítrónusafa og 1 tsk af vatni. Þeytið mjög vel þangað til hægt er að mynda topp úr blöndunni sem helst sjáanlegur í 2-3 sek.
  3. Hellið smjörinu út í, í mjórri bunu, og þeytið svo áfram í 1-2 mín.
  4. Smakkið til með salti, pipar og sítrónusafa.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa Hollandaise sósuna.
  2. Steikið eða bakið beikonið í þar til það er tilbúið. Skerið laxinn niður.
  3. Útbúið hleyptu eggin með því að setja vatn í meðal stóran pott, fylla hann til helminga. Látið suðuna koma upp og setjið skvettu af ediki í vatnið. Látið vatnið sjóða rólega.
  4. Setjið eggið í dl mál og hellið því svo rólega og ofur varlega út í vatnið (mér finnst best að hugsa það þannig að ég vil fá sem minnsta hreyfingu á vatnið þegar ég set eggið út í vatnið). Skiljið eggið eftir í vatninu í 3-4 mín, takið það svo upp úr vatninu varlega og setjið á disk. Endurtakið fyrir eins mörg egg og þið viljið.
  5. Ristið english muffin brauðið í ristavél og raðið þeim á bakka.
  6. Sejtið beikon/lax á english muffin brauðið og setjið svo eggið ofan á. Setjið 1 msk af hollandaise sósu yfir eggið. Kryddið með salti&pipar og skreytið með sprettum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Egg benedikt og Eggg royal á ekta english muffin

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5