Linda Ben

Einfalt og ferskt sardínusalat

Recipe by
10 mín
Cook: Unnið í aí samstarfi við Ísam

Einfalt, ferskt og fullt af bragði, þetta sardínusalat er algjör falinn demantur. Fullkomið á brauð, kex eða Finn Crisp snakk þegar manni langar í eitthvað fljótlegt en gott.

Sardínur eru vanmetin ofurfæða, litlar að stærð en ótrúlega stórar þegar kemur að næringargildi. Þær eru náttúrulegar, einfaldar og fullar af góðum næringarefnum sem styðja bæði heilsu og vellíðan.

Sardínur eru sérstaklega ríkar af omega-3 fitusýrum, sem eru þekktar fyrir að draga úr bólgum í líkamanum, styðja hjartaheilsu og hafa jákvæð áhrif á húð og hormónajafnvægi. Þær innihalda einnig hágæða prótein sem metta vel og hjálpa til við að viðhalda vöðvamassa.

Það sem gerir sardínur enn sérstæðari er að þær eru borðaðar heilar, með beinum (þau eru pínulítil og mjög mjúk, maður finnur ekki fyrir þeim) sem þýðir að þær eru frábær uppspretta af kalsíum, D-vítamíni og fosfór, allt næringarefni sem skipta máli fyrir beinheilsu og tennur. Að auki eru þær ríkar af B12-vítamíni, járni og seleni sem styðja orku, ónæmiskerfi og taugakerfi.

Svo er annað sem gleymist oft: sardínur eru umhverfisvænn kostur. Þar sem þær eru neðarlega í fæðukeðjunni safna þær mun minni þungmálmum en stærri fiskar, sem gerir þær að öruggum og skynsamlegum valkosti til að borða reglulega.

Það eina við sardínur er að þær eru svolítið bragðsterkar sem gerir það að verkum að sumir eiga erfitt með þær. En hér hef ég sett þær í bragðmikil og ferskt salat.  Þegar þær eru gerðar í svona ferskt og bragðmikið salat, þá er engin ástæða til að borða þær ekki oftar!

Einfalt Sardínusalat

Einfalt Sardínusalat

Einfalt Sardínusalat

Einfalt Sardínusalat

Einfalt Sardínusalat

Einfalt Sardínusalat

Einfalt Sardínusalat

  • 2 dósir (212 g) sardínur miðjarðarhafsins frá Ora
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 15 g kóríander
  • 1/2 laukur
  • 1 chillí (ég nota með fræjum en það má líka taka þá frá til að gera salatið minna sterkt)
  • 1 msk sýrður rjómi
  • 1 msk mæjónes
  • 1 tsk sterkt sinnep (ég nota maille)
  • 1/2 tsk paprikukrydd
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Setjið sardínurnar í skál og hakkið þær niður með gaffli. Kreistið sítrónusafa yfir.
  2. Saxið mjög smátt niður kóríander, lauk og chillí, bætið út í skálina.
  3. Setjið sýrðan rjóma, mæjónes og sinnep í skálina og hrærið öllu saman. Smakkið til með paprikukryddi, salti og pipar.
  4. Berið fram t.d. með brauði eða Finn Crisp snakki

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Fylgstu með á Patreon!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Einfalt Sardínusalat

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5