Einfalt og fljótlegt kjúklinga fajitas þar sem öllu er smellt saman á eina ofnplötu og bakað inn í ofni. Það er rosalega gott að bera það fram með heimgerðu guacamole, sýðrum rjóma, lime og fersku kóríander.
Einfalt og fljótlegt kjúklinga fajitas
- 4 útbeinuð kjúklinglæri
- 1 rauð paprika
- 1 gul paprika
- 1 rauðlaukur
- Taco kryddblanda
- Ferskt kóríander
- Lime
- 6 stk litlar vefjur
- Guacamole
- Sýrður rjómi
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
- Skerið kjúklinginn smátt niður, setjið vel af taco kryddblöndu yfir og raðið á ofnplötu.
- Skerið laukinn og paprikurnar í sneiðar, setjið á ofnplötuna, hrærið allt vel saman og bakið inn í ofni í 20-30 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn (tími fer eftir stærð kjúklingabitanna).
- Setjið vefjur í álpappír og hitið þær inn í ofni á meðan kjúklingurinn eldast.
- Berið fram með guacamole, sýrðum rjóma, lime og fersku kóríander.
Guacamole
- 2 avocadó
- 1 hvítlauksrif
- 1 tómatur
- Salt og pipar
- Safi úr ½ lime
Aðferð:
- Stappið avocadóið með gaffli, pressið hvítlauksrifið í gegnum hvítlaukspressu út í avocadó stöppuna, skerið tómatinn smátt niður og bætið út í.
- Blandið öllu vel saman, kreystið ½ lime út í og kryddið til með salti og pipar eftir smekk.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben svo ég sjái afraksturinn.
Njótið vel!
Ykkar, Linda Ben
Category: