Linda Ben

Einföld rjómaosta kartöflumús

Recipe by
30-40 mín
Prep: Unnið í samstarfi við Philadelphia | | Servings: 5 manns

Ég viðurkenni að þrátt fyrir að finnast kartöflumús einstaklega góð þá gleymi ég alltof oft að gera kartöflumús, hún á það bara til að gleymast einhvernveginn. Við vorum með ótrúlega góðan gúllas lambarétt um daginn (sem ég þarf endilega að endurgera og gefa ykkur nákvæma uppskrift af) og gerði ég þessa kartöflumús með. Eftir þessa tilraun í eldhúsinu þá er ég viss um að kartöflumús verður miklu algengari hér. Kartöflumúsin gerði svo ótrúlega mikið fyrir réttinn og var mjög einföld að gera.

Þar sem ég er ekki ennþá búin að finna allt eldhúsdótið mitt eftir 2 ára flutninga (þar á meðal kartöflustapparann) þá setti ég kartöflurnar einfaldlega í hrærivélina með k-inu. Það var því alveg ótrúlega einfalt og lítil fyrirhöfn að gera kartöflumúsina. Kartöflurnar stöppuðust sjálfum sér og öll innihaldsefnin blönduðust jafnt saman við á þægilegan hátt og enginn þreyttur í hendinni eftir á.

Kartöflumúsin er mjög “creamy” eða rjómalöguð en hún inniheldur einmitt rjómaost. Ég setti Philadelphia rjómaostinn með graslauknum útí sem gerði bragðið af kartöflumúsinni ótrúlega gott! Kryddaði svo bara með salti og pipar og smá fersku timjan. Útkoman var rjómalöguð áferð mús með miklu bragði.

Einföld rjómaosta kartöflumús

Einföld rjómaosta kartöflumús

  • 900 g kartöflur
  • 50 g smjör
  • 100 g rjómaostur
  • 2 ½ dl mjólk
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar þar til eldaðar í gegn og flysjið hýðið af þeim.
  2. Setjið kartöflurnar í hrærivél eða stappið með kartöflustappara. Blandið smjörinu, rjómaostinum og mjólkinni saman við.
  3. Kryddið til með salti og pipar.

Einföld rjómaosta kartöflumús

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5