Linda Ben

Einhyrninga bollakökur með bleiku smjörkremi

Recipe by
1 klst
Cook: Unnið í samstarfi við ÍSAM | Servings: U.þ.b. 20 bollakökur

Einhyrninga bollakökur með bleiku smjörkremi.

Alveg dásamlega góðar vanillu bollakökur sem eru einfaldar og fljótlegar að gera. Þær eru gerðar ír Linda Be vanillu kökumixinu sem er mjög hentugt fyrir bollakökur. Kremið er einfalt smjörkrem úr smjörkremsblöndunni frá Dr. Oetker.

Dóttir mín sem er 5 ára elskar einhyrninga og regnboga og því skreyttum við kökurnar að sjálfsögðu þannig.

Einhyrninga bollakökur með bleiku kremi

Einhyrninga bollakökur með bleiku kremi

Einhyrninga bollakökur með bleiku kremi

Einhyrninga bollakökur með bleiku kremi

Einhyrninga bollakökur með bleiku kremi

Einhyrninga bollakökur með bleiku kremi

Einhyrninga bollakökur með bleiku kremi

Einhyrninga bollakökur með bleiku smjörkremi

  • 500 g Linda Ben Ljúffeng vanillukaka þurrefnablanda
  • 3 egg
  • 150 g brætt smjör/150 ml bragðlítil olía
  • 1 dl vatn

Bleikt smjörkrem

  • 250 g mjúkt smjör
  • 230 g smjörkremsblanda frá Dr. Oetker
  • Nokkrir dropar bleikur matarlitur
  • Einhyrninga kökuskraut frá Dr. Oetker

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið vanillu þurrefnablönduna í skál ásamt eggjum, bræddu smjöri/olíu og vatni, hrærið öllu vel saman þar til samlagað.
  3. Setjið  pappírsbollakökuform í bollakökuálbakka og fyllið upp 2/3 formanna með deiginu.
  4. Bakið kökurnar í u.þ.b. 15 mín eða þar til þær eru bakaðar í gegn.
  5. Útbúið kremið með því að setja smjör í hrærivélaskál og þeytið vel, setjið svo smjörkremsþurrefnablönduna í skálina og þeytið áfram vel og skafið inn á milli. Bætið nokkrum matarlitadrropum út í og hrærið þar til kremið er orðið fallega bleikt á litinn.
  6. Smyrjiið kremi á allar kökurnar og skreytið með kökuskrauti.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

 

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5