Linda Ben

Eitt Sett kaka

Eitt Sett kaka

Þessi Eitt Sett kaka er fyrir alla sem elska blöndu af súkkulaði, lakkrís og mjúku smjörkremi 😍 Mjúkir, djúpbrúnir súkkulaðikökubotnar úr Ljúffengu súkkulaðiköku þurrefnablöndunni minni – sem er bæði fljótleg og tryggir fullkominn árangur í hvert skipti – umlykja silkimjúkt krem með bræddu Eitt Sett súkkulaði og litlum lakkrísbitum sem koma skemmtilega á óvart í hverjum bita.

Kakan er bæði einföld í framkvæmd og sannkölluð „wow“-kaka á borðinu. Ljúffengu súkkulaðiköku þurrefnablönduna færðu í Krónunni og Hagkaup, en Eitt Sett súkkulaðið færðu í flestum matvöruverslunum.

Þetta er sú kaka sem fær alla til að biðja um uppskriftina – og hún heppnast alltaf! ✨

Eitt Sett kaka

Eitt Sett kaka

Eitt Sett kaka

Eitt Sett kaka

Eitt Sett kaka

Eitt Sett kaka

Eitt Sett kaka

Súkkulaðikökubotnar

  • 1 pakki (500 g) Ljúffeng súkkulaðikökuþurrefnablanda frá Lindu Ben
  • 3 egg
  • 150 g smjör / bragðlítil olía
  • 1 dl vatn

Eitt Sett krem

  • 350 g mjúkt smjör
  • 400 g flórsykur
  • 285 g (einn poki) Eitt Sett frá Nóa Síríus
  • 1 dl rjómi

Skraut

  • 150 g jarðarber
  • 50 g Eitt Sett frá Nóa Síríus

Aðferð:

  1. Súkkulaðibotn: Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita. Hrærið saman þurrefnablönduna, egg, smjör/olíu og vatn. Hellið í tvö 20 cm form og bakið í 25 mínútur. Kælið kökurnar.
  2. Skerið Eitt Sett í litla bita og setjið í pott ásamt rjóma, bræðið varlega saman á lágum hita. Lakkrísinn mun ekki bráðna alveg heldur verða smá lakkrísbitar ennþá. Kælið vel.
  3. Setjið smjör í skál og þeytið þar til létt og ljóst, bætið þá flórsykrinum út í og þeytið. Bætið kældri Eitt Sett-bráðinni út í og þeytið vel og lengi þar til kremið er orðið silkimjúkt, loftmikið og ljóst.
  4. Setjið einn kökubotn á disk og helminginn af kreminu á botninn, setjið hinn kökubotninn ofan á og krem ofan á hann. Skreytið með skornum jarðarberjum og Eitt Sett-bitum.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Eitt Sett kaka

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5