Fljótleg sveppasúpa með osta hvítlauksbrauði sem er svo ótrúlega gott!
Stundum þarf matseldin að vera extra fljótleg og þá er gott að geta gripið í tilbúnar súpur. Þessi villisveppasúpa frá Ora er bragðgóð, full af hollum sveppum og eins fljótleg og súpur gerast. Maður einfaldlega hellir súpunni ofan í pott og hitar að suðu.
Ég elska gott hvítlauksbrauð með sveppasúpu. Þetta hvítlauksbrauð er fyllt með ljúffengu hvítlaukssmjöri, rifnum mozzarella og hvítmygluosti. Það er alveg einstaklega djúsí og bragðgott. Það tekur heldur enga stund að útbúa og er afar einfalt.
Fljótleg sveppasúpa með osta hvítlauksbrauði
- 630 g Villisveppasúpa frá Ora
- 2 dl rjómi
- Fersk steinselja
Osta hvítlauksbrauð
- Baguette
- 100 g smjör
- 4 hvítlauksgeirar
- U.þ.b. 150 g rifinn mozzarella
- 1 brie eða annar hvítmygluostur
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
- Bræðið smjörið og rífið hvítlauksgeirana út í smjörið.
- Skerið raufar ofan í baguette brauðið með u.þ.b. 1 cm til 1 1/2 cm á milli.
- Setjið u.þ.b. 1 tsk af smjöri ofan í hverja rauf á baguette brauðinu, penslið svo restinni af smjörinu yfir brauðið og setjið eins og þið getið smjörið líka ofan í raufarnar mep penslinum.
- Setjið rifna ostinn ofan í raufanar á brauðinu.
- Skerið brie ostinn niður og setjið ofan í raufarnar á brauðinu.
- Bakið brauðið inn í ofni í u.þ.b. 10-15 mín eða þar til osturinn er byrjaður að gyllast örlítið.
- Setjið súpuna í pott og hitið að suðu.
- Þeytið rjómann og berið fram með súpunni.
- Skerið niður ferska steinselju og berið fram með súpunni og hvítkauksbrauðinu.
Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben
Njótið vel!
Ykkar
Category: