Linda Ben

Fullkomnar sætkartöflu franskar

Recipe by
30 mín
Prep: 10 mín | Cook: 20 mín | Servings: 4-6 manns

Þetta eru gríðarlega góðar, stökkar og bragðmiklar sætkartöflu franskar!

Fullkomnar sætkartöflu franskar

Það getur verið smá trikk að ná þeim þannig að þær séu ekki blautar og leiðinlegar. Því mæli ég með að þið fylgið leiðbeiningunum nákvæmlega.

Fullkomnar sætkartöflu franskar

Fullkomnar sætkartöflu franskar

Fullkomnar sætkartöflu franskar:

  • 2 meðal stórar sætar kartöflur
  • 2 tsk pipar
  • 2 tsk gróft sjávar salt
  • 1 tsk papriku krydd
  • 1 tsk hvítlauks krydd

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200°C og blástur.
  2. Flysjið kartöflurnar og skerið þær í 1×1 cm lengjur.
  3. Setjið kartöflurnar í skál, bætið kryddunum út á blandið vel saman.
  4. Setjið smjörpappír á tvær ofnskúffur, raðið kartöflunum á smjörpappírinn, passið að þær klessist ekki saman.
  5. Snúið kartöflunum varlega eftir 10 mín og haldð áfram að baka þær í 10 mín í viðbót.
  6. Takið út úr ofninum og njótið til dæmis með heimatilbúinni alioli sósu

Ef þú prófar þessa uppskrift, láttu mig þá endilega vita! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu hana á Instagram með #lindulostæti

Fylgistu með á Instagram!

Alioli

Njótið vel!

Ykkar, Linda Ben

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5