Linda Ben

Gómsætt glúteinlaust brauð með rækjusalati

Recipe by
1 klst

Ég var beðin um um daginn að setja inn uppskrift af góðu rækjusalati á síðuna sem ég að sjálfsöðgu kippti strax í liðinn. Þó svo að síðan sé að nálgast 10 ára aldurinn þá virðist ennþá vera gat fyrir nokkrar svona alveg klassískar uppskriftir eins og rækjusalat.

Þegar ég geri rækjusalat þá finnst mér best að hafa nóg af eggjum. Gott er að miða við að hafa 1 egg á hver 100 g af rækjum og 1/2 dl af majónesi á móti hverjum 100 g af rækjum. Mér finnst mjög gott að setja örlítið hunangs sinnep með og auðvitað salt og nóg af pipar.

Gómsætt glúteinlaust brauð með rækjusalati

Klassískt rækjusalat

  • 500 g frosnar soðnar rækjur
  • 5 egg
  • 2 1/2 dl majónes
  • 1-2 tsk hunangs sinnep
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Afþýðið rækjurnar og þerrið þær vel með eldhúspappír.
  2. Sjóðið eggin, takið skurnina af þeim og kælið.
  3. Setjið rækjurnar í skál ásamt niðurskornum eggjum, mæjónesi, sinnepi og kryddið til með salti og pipar.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

 

 

 

 

Category:

Leave a Review

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

1 2 3 4 5